Rooney hefur verið mikið í fréttunum undanfarna daga eftir The Sun birti að myndir af honum í annarlegu ástandi. Rooney baðst í gær afsökunar á uppákomunni.
Klopp segir of mikið gert úr þessu atviki og að leikmenn í dag séu kórdrengir miðast við það sem tíðkaðist í gamla daga.
„Þessi kynslóð er sú faglegasta sem uppi hefur verið. Allar goðsagnirnar sem þið elskið og dáið drukku eins og djöflar og keðjureyktu og voru samt góðir leikmenn. Þetta er ekki gert lengur,“ sagði Klopp.
„Þetta snýst allt um tímasetningu. Það er ekki gott þegar þú ert á röngum stað á röngum tíma en ég er viss um að þetta var ekki alvarlegt,“ bætti Þjóðverjinn við.
Rooney dró sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Spánverjum á þriðjudaginn vegna smávægilegra meiðsla. Óvíst er hvort hann verði með Man Utd í stórleiknum gegn Arsenal á laugardaginn.
