Enski boltinn

Segja aðdáendur hafa nýtt sér góðvild Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney lék allan leikinn þegar England vann Skotland með þremur mörkum gegn engu á föstudaginn.
Rooney lék allan leikinn þegar England vann Skotland með þremur mörkum gegn engu á föstudaginn. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um meint fyllerí Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, á hóteli þess á laugardagskvöldið.

Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, vildi ekkert segja um málið og staðfesti að Wayne Rooney hafi dregið sig úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleik þess gegn Spánverjum í gær vegna meiðsla.

The Sun hefur birt myndir af Rooney frá því á laugardagskvöldið og haldið því fram að hann sé ölvaður á myndunum.

Sjá einnig: Southgate svaraði ekki ásökunum fjölmiðla um áfengisdrykkju Rooney

„Wayne var eins og aðrir í landsliðinu í fríi á laugardag,“ sagði talsmaður Rooney í samtali við Sky Sports.

„Í stað þess að fara út ákvað hann að vera á hóteli landsliðsins og fagna góðum sigri Englendinga á Skotum,“ segir hann.

„Þetta kvöld komu fjölmargir gestir hótelsins upp að honum og báðu um eiginhandaáritanir og myndatökur.“

„Wayne tók eins og alltaf mjög vel í slíkar bónir. Það er leitt að einn eða tveir gestanna hafi síðan ákveðið að nýta sér góðvild hans í gróðaskyni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×