Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins sögð viðbjóður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 07:00 Stefnuskrá Frelsisflokks Geerts Wilders er sögð viðbjóðsleg og hann sagður ala á ótta. Frelsisflokkurinn mælist þó með mest fylgi í Hollandi. vísir/afp Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira