Erlent

Hafna neitun Obama

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Neitun Barack Obama var hafnað. Nordicphotos/AFP
Neitun Barack Obama var hafnað. Nordicphotos/AFP vísir/afp

Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu.



Þetta er í fyrsta skipti á tæplega átta ára valdatíð Obama sem neitun hans er hafnað. Yfirþyrmandi stuðningur var við höfnun neitunarinnar í báðum deildum. Alls kusu 97 öldungadeildarþingmenn gegn neituninni og einn með henni, en 67 þarf til að hafna neitun. Þá kusu 338 í fulltrúadeildinni gegn neituninni en 74 með.



Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem áttu þátt í árásunum voru Sádi-Arabar en ríkið hefur ítrekað neitað ábyrgð í málinu.



Josh Earnest, talsmaður forsetaembættisins, sagði í gær að þetta væri vandræðalegasta stund Bandaríkjanna í áratugi.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×