Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 17:01 161 óbreyttur borgari lét lífið í átökunum í Tyrklandi í nótt. Þá létu 104 uppreisnarmenn lífið þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán á meðan Tacip Erdogan forseti var í fríi á Marmaris. Tilraunin misheppnaðist, stjórnvöld hafa náð tökum á ástandinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum og 3000 hermenn hafa verið handteknir og 2700 dómarar reknir fyrir meint tengsl við valdaránið. Háttsettir menn í hernum hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa tekið þátt í aðgerðunum. Tyrkneska þingið kom saman í dag og var þingfundur með sérstakara móti. Leiðtogi þeirra fjögurra flokka sem sæti eiga á þingi héldu sína ræðuna hver þar sem þeir fordæmdu tilraunina til valdaráns. Þá hófst þingfundur á mínútuþögn auk þess sem þjóðsöngur Tyrkja var leikinn í þingsal. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi sínu í þingsal að þetta væri merkilegt augnablik í sögu tyrkneskra stjórnmála og vísaði til þverpólitískrar samstöðu þingsins. Reuters greinir frá því að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi fordæmt aðgerðirnar og ítrekað mikilvægi þess að þeir brotlegu, sem saksóttir verða fyrir landráð, fái réttláta málsmeðferð. Hún sagði Berlín standa með þeim sem verja lýðræði og lagabókstafinn. „Þetta er harmleikur, það hversu margir létust í þessari tilraun til valdaráns,“ sagði Merkel. „Blóðsúthellingum í Tyrklandi verður að linna.“ Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
161 óbreyttur borgari lét lífið í átökunum í Tyrklandi í nótt. Þá létu 104 uppreisnarmenn lífið þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán á meðan Tacip Erdogan forseti var í fríi á Marmaris. Tilraunin misheppnaðist, stjórnvöld hafa náð tökum á ástandinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum og 3000 hermenn hafa verið handteknir og 2700 dómarar reknir fyrir meint tengsl við valdaránið. Háttsettir menn í hernum hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa tekið þátt í aðgerðunum. Tyrkneska þingið kom saman í dag og var þingfundur með sérstakara móti. Leiðtogi þeirra fjögurra flokka sem sæti eiga á þingi héldu sína ræðuna hver þar sem þeir fordæmdu tilraunina til valdaráns. Þá hófst þingfundur á mínútuþögn auk þess sem þjóðsöngur Tyrkja var leikinn í þingsal. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi sínu í þingsal að þetta væri merkilegt augnablik í sögu tyrkneskra stjórnmála og vísaði til þverpólitískrar samstöðu þingsins. Reuters greinir frá því að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi fordæmt aðgerðirnar og ítrekað mikilvægi þess að þeir brotlegu, sem saksóttir verða fyrir landráð, fái réttláta málsmeðferð. Hún sagði Berlín standa með þeim sem verja lýðræði og lagabókstafinn. „Þetta er harmleikur, það hversu margir létust í þessari tilraun til valdaráns,“ sagði Merkel. „Blóðsúthellingum í Tyrklandi verður að linna.“
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32