Árásin í Berlín: Pólski vörubílstjórinn skotinn nokkru fyrir árásina Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 13:26 Lögregla rannsakar nú hvort að Anis Amri kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var skotinn í höfuðið nokkrum klukkustundum áður en Túnisinn Anis Amri ók vörubílnum inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín þann 19. desember. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í skýrslu réttarlækna. Urban var í hópi tólf manna sem fórust í árásinni, en auk þeirra særðust tugir til viðbótar. Eftir árásina fannst Urban stunginn og skotinn í vörubílnum og bárust fréttir af því að hann hefði komið í veg fyrir að Amri hafi banað fleirum. Þýska blaðið Bild segir nú frá því að læknar útiloki að hinn 37 ára Urban hafi verið með meðvitund þegar árásin var gerð. Krufning hafi leitt í ljós að hann hafi verið skotinn milli 16:30 og 17:30 að staðartíma og að hann hafi misst mikið blóð. Frændi Urban hafði áður greint frá því að hann hafi misst samband við Urban um klukkan 16, en árásin var gerð skömmu eftir klukkan 20. Bild segir mögulegt að Urban hafi verið á lífi í farþegasætinu þegar árásin var gerð en að útilokað hafi verið fyrir hann að grípa í stýrið og hafa þannig áhrif á akstursleið vörubílsins. Hinn 24 ára Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu þann 23. desember. Á myndbandi sem áróðursdeild ISIS birti mátti sjá hann sverja hollustu við samtökin. Lögregla rannsakar nú hvort að hann kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Á upptöku úr öryggismyndavél á Lyon-Part-Dieu lestarstöðinni má sjá Amri skömmu áður en hann steig um borð í lest á leið til Chambery á leið sinni til Mílano. Þar virtist hann vera einn á ferð. Tengdar fréttir Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00 Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00 Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var skotinn í höfuðið nokkrum klukkustundum áður en Túnisinn Anis Amri ók vörubílnum inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín þann 19. desember. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í skýrslu réttarlækna. Urban var í hópi tólf manna sem fórust í árásinni, en auk þeirra særðust tugir til viðbótar. Eftir árásina fannst Urban stunginn og skotinn í vörubílnum og bárust fréttir af því að hann hefði komið í veg fyrir að Amri hafi banað fleirum. Þýska blaðið Bild segir nú frá því að læknar útiloki að hinn 37 ára Urban hafi verið með meðvitund þegar árásin var gerð. Krufning hafi leitt í ljós að hann hafi verið skotinn milli 16:30 og 17:30 að staðartíma og að hann hafi misst mikið blóð. Frændi Urban hafði áður greint frá því að hann hafi misst samband við Urban um klukkan 16, en árásin var gerð skömmu eftir klukkan 20. Bild segir mögulegt að Urban hafi verið á lífi í farþegasætinu þegar árásin var gerð en að útilokað hafi verið fyrir hann að grípa í stýrið og hafa þannig áhrif á akstursleið vörubílsins. Hinn 24 ára Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu þann 23. desember. Á myndbandi sem áróðursdeild ISIS birti mátti sjá hann sverja hollustu við samtökin. Lögregla rannsakar nú hvort að hann kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Á upptöku úr öryggismyndavél á Lyon-Part-Dieu lestarstöðinni má sjá Amri skömmu áður en hann steig um borð í lest á leið til Chambery á leið sinni til Mílano. Þar virtist hann vera einn á ferð.
Tengdar fréttir Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00 Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00 Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00
Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00
Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31