Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42