Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi guðsteinn bjarnason skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Íbúar Kólumbíu fylgdust með beinni útsendingu frá Havana á Kúbu þegar samningarnir voru undirritaðir. Fréttablaðið/EPA „Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira