Erlent

Mótmælendur myrtu embættismann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Yfirvöld í Bólivíu fullyrða að mótmælendur hafi rænt Rodolfo Illanes, aðstoðarmanni innanríkisráðherra landsins, og myrt hann. Hann er sagður hafa verið barinn til dauða, en lík hans hefur ekki fundist.

Námuverkamenn lögðu niður störf vegna nýrrar vinnulöggjafar og hafa mótmælt henni síðustu daga, en yfir hundrað verkamenn hafa verið handteknir í tengslum við málið frá því að manninum var rænt á miðvikudag.

Innanríkisráðherrann, Carlos Romero, segir að um hafi verið að ræða heigulslega og hrottalega árás. Yfirvöld séu nú í viðræðum við mótmælendur um að sleppa líkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×