Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2016 07:00 Nauðsynjavörur ætlaðar borgurum lágu á víð og dreif í kjölfar árásarinnar. Nordicphotos/AFP „Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
„Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46
Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18