Blað brotið í sögu Kólumbíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 23:17 Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu við undirritunina í kvöld. Haldin var hátíðleg athöfn í Cartagena í tilefni dagsins, sem yfir 2.500 manns sóttu. vísir/epa Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00
Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15