Sakar eina af stjörnum ruðningsliðsins um nauðgun: Hélt blaðamannafund til að vekja athygli á málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 11:21 Delaney Robinson og Allen Artis. vísir Delaney Robinson er 19 ára nemandi við Háskólann í Norður-Karólínu. Í febrúar tilkynnti hún háskólayfirvöldum og lögreglunni að sér hefði verið nauðgað á skólalóð háskólans á Valentínusardaginn en síðastliðinn þriðjudag, meira en hálfu ári eftir að hún tilkynnti um brotið, hélt hún blaðamannafund til að þrýsta á háskólayfirvöld og lögregluyfirvöld um að gera eitthvað í málinu. „Ég gerði allt sem fórnarlamb nauðgunar á að gera. Ég tilkynnti um málið. Ég fór í skoðun á neyðarmóttöku nauðgana. Ég gaf skýrslu. Ég vann með lögreglunni og háskólanum en sex mánuðum síðar hefur háskólinn ekki brugðist við,“ sagði Robinson á blaðamannafundinum en með henni voru faðir hennar og lögmaður. Robinson sagðist koma opinberlega fram með málið til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlátari málsmeðferð í kynferðisbrotamálum í sem koma upp í bandarískum háskólum, en ítrekað hafa komið upp slík mál þar sem mörgum finnst ekki tekið nógu hart á gerendunum.„Gaf ég honum undir fótinn?“ Gott dæmi er mál Brock Turner sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla. Hann losnaði úr fangelsi á dögunum eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af dómnum. Á blaðamannafundinum sagði Robinson að rannsakendurnir hjá háskólanum hefðu spurt hana niðurlægjandi spurninga þegar málið kom til kasta þeirra. „Gaf ég honum undir fótinn? Hef ég sofið hjá honum áður? Stunda ég oft einnar nætur gaman? Sagði ég nei? Hvað hef ég sofið hjá mörgum? Þeir komu fram við mig eins og ég væri sá grunaði,“ sagði Robinson. Þá sagð Robinson að hún hefði orðið mjög reið þgar hún heyrði upptökur af viðtali lögreglunnar við Allen Artis 21 árs gamlan mann sem einnig er nemandi í Háskólanum í Norður-Karólínu og var ein af stjörnum ruðningsliðs skólans. Hann var rekinn úr liðinu á þriðjudag.Artis gaf sig fram hjá lögreglu „Þeir voru ekki að saka hann um neitt heldur töluðu við hann á vinalegu nótunum. Þeir sögðu: „Ekki svitna yfir þessu, haltu bara áfram að lifa lífinu og spila ruðning.““ Robinson segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að drekka umrætt kvöld, ekki orðin 21 árs gömul, þá gefi það engum rétt til þess að brjóta gegn henni. „Ég átti ekki skilið að vera nauðgað,“ sagði Robinson. Maðurinn sem hún sakar um að hafa nauðgað sér fór til lögreglunnar á þriðjudag og var handtekinn grunaður um minniháttar kynferðisbrot og árás. Hann var látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður. Saksóknari í málinu segir að það hafi verið rannsakað ítarlega en sé enn til rannsóknar. Þá gaf Háskólinn í Norður-Karólínu frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að skólinn tæki allar tilkynningar um kynferðisbrot innan skólans alvarlega. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Robinson. Tengdar fréttir Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Delaney Robinson er 19 ára nemandi við Háskólann í Norður-Karólínu. Í febrúar tilkynnti hún háskólayfirvöldum og lögreglunni að sér hefði verið nauðgað á skólalóð háskólans á Valentínusardaginn en síðastliðinn þriðjudag, meira en hálfu ári eftir að hún tilkynnti um brotið, hélt hún blaðamannafund til að þrýsta á háskólayfirvöld og lögregluyfirvöld um að gera eitthvað í málinu. „Ég gerði allt sem fórnarlamb nauðgunar á að gera. Ég tilkynnti um málið. Ég fór í skoðun á neyðarmóttöku nauðgana. Ég gaf skýrslu. Ég vann með lögreglunni og háskólanum en sex mánuðum síðar hefur háskólinn ekki brugðist við,“ sagði Robinson á blaðamannafundinum en með henni voru faðir hennar og lögmaður. Robinson sagðist koma opinberlega fram með málið til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlátari málsmeðferð í kynferðisbrotamálum í sem koma upp í bandarískum háskólum, en ítrekað hafa komið upp slík mál þar sem mörgum finnst ekki tekið nógu hart á gerendunum.„Gaf ég honum undir fótinn?“ Gott dæmi er mál Brock Turner sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla. Hann losnaði úr fangelsi á dögunum eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af dómnum. Á blaðamannafundinum sagði Robinson að rannsakendurnir hjá háskólanum hefðu spurt hana niðurlægjandi spurninga þegar málið kom til kasta þeirra. „Gaf ég honum undir fótinn? Hef ég sofið hjá honum áður? Stunda ég oft einnar nætur gaman? Sagði ég nei? Hvað hef ég sofið hjá mörgum? Þeir komu fram við mig eins og ég væri sá grunaði,“ sagði Robinson. Þá sagð Robinson að hún hefði orðið mjög reið þgar hún heyrði upptökur af viðtali lögreglunnar við Allen Artis 21 árs gamlan mann sem einnig er nemandi í Háskólanum í Norður-Karólínu og var ein af stjörnum ruðningsliðs skólans. Hann var rekinn úr liðinu á þriðjudag.Artis gaf sig fram hjá lögreglu „Þeir voru ekki að saka hann um neitt heldur töluðu við hann á vinalegu nótunum. Þeir sögðu: „Ekki svitna yfir þessu, haltu bara áfram að lifa lífinu og spila ruðning.““ Robinson segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að drekka umrætt kvöld, ekki orðin 21 árs gömul, þá gefi það engum rétt til þess að brjóta gegn henni. „Ég átti ekki skilið að vera nauðgað,“ sagði Robinson. Maðurinn sem hún sakar um að hafa nauðgað sér fór til lögreglunnar á þriðjudag og var handtekinn grunaður um minniháttar kynferðisbrot og árás. Hann var látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður. Saksóknari í málinu segir að það hafi verið rannsakað ítarlega en sé enn til rannsóknar. Þá gaf Háskólinn í Norður-Karólínu frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að skólinn tæki allar tilkynningar um kynferðisbrot innan skólans alvarlega. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Robinson.
Tengdar fréttir Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42