Sakar eina af stjörnum ruðningsliðsins um nauðgun: Hélt blaðamannafund til að vekja athygli á málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 11:21 Delaney Robinson og Allen Artis. vísir Delaney Robinson er 19 ára nemandi við Háskólann í Norður-Karólínu. Í febrúar tilkynnti hún háskólayfirvöldum og lögreglunni að sér hefði verið nauðgað á skólalóð háskólans á Valentínusardaginn en síðastliðinn þriðjudag, meira en hálfu ári eftir að hún tilkynnti um brotið, hélt hún blaðamannafund til að þrýsta á háskólayfirvöld og lögregluyfirvöld um að gera eitthvað í málinu. „Ég gerði allt sem fórnarlamb nauðgunar á að gera. Ég tilkynnti um málið. Ég fór í skoðun á neyðarmóttöku nauðgana. Ég gaf skýrslu. Ég vann með lögreglunni og háskólanum en sex mánuðum síðar hefur háskólinn ekki brugðist við,“ sagði Robinson á blaðamannafundinum en með henni voru faðir hennar og lögmaður. Robinson sagðist koma opinberlega fram með málið til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlátari málsmeðferð í kynferðisbrotamálum í sem koma upp í bandarískum háskólum, en ítrekað hafa komið upp slík mál þar sem mörgum finnst ekki tekið nógu hart á gerendunum.„Gaf ég honum undir fótinn?“ Gott dæmi er mál Brock Turner sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla. Hann losnaði úr fangelsi á dögunum eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af dómnum. Á blaðamannafundinum sagði Robinson að rannsakendurnir hjá háskólanum hefðu spurt hana niðurlægjandi spurninga þegar málið kom til kasta þeirra. „Gaf ég honum undir fótinn? Hef ég sofið hjá honum áður? Stunda ég oft einnar nætur gaman? Sagði ég nei? Hvað hef ég sofið hjá mörgum? Þeir komu fram við mig eins og ég væri sá grunaði,“ sagði Robinson. Þá sagð Robinson að hún hefði orðið mjög reið þgar hún heyrði upptökur af viðtali lögreglunnar við Allen Artis 21 árs gamlan mann sem einnig er nemandi í Háskólanum í Norður-Karólínu og var ein af stjörnum ruðningsliðs skólans. Hann var rekinn úr liðinu á þriðjudag.Artis gaf sig fram hjá lögreglu „Þeir voru ekki að saka hann um neitt heldur töluðu við hann á vinalegu nótunum. Þeir sögðu: „Ekki svitna yfir þessu, haltu bara áfram að lifa lífinu og spila ruðning.““ Robinson segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að drekka umrætt kvöld, ekki orðin 21 árs gömul, þá gefi það engum rétt til þess að brjóta gegn henni. „Ég átti ekki skilið að vera nauðgað,“ sagði Robinson. Maðurinn sem hún sakar um að hafa nauðgað sér fór til lögreglunnar á þriðjudag og var handtekinn grunaður um minniháttar kynferðisbrot og árás. Hann var látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður. Saksóknari í málinu segir að það hafi verið rannsakað ítarlega en sé enn til rannsóknar. Þá gaf Háskólinn í Norður-Karólínu frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að skólinn tæki allar tilkynningar um kynferðisbrot innan skólans alvarlega. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Robinson. Tengdar fréttir Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Delaney Robinson er 19 ára nemandi við Háskólann í Norður-Karólínu. Í febrúar tilkynnti hún háskólayfirvöldum og lögreglunni að sér hefði verið nauðgað á skólalóð háskólans á Valentínusardaginn en síðastliðinn þriðjudag, meira en hálfu ári eftir að hún tilkynnti um brotið, hélt hún blaðamannafund til að þrýsta á háskólayfirvöld og lögregluyfirvöld um að gera eitthvað í málinu. „Ég gerði allt sem fórnarlamb nauðgunar á að gera. Ég tilkynnti um málið. Ég fór í skoðun á neyðarmóttöku nauðgana. Ég gaf skýrslu. Ég vann með lögreglunni og háskólanum en sex mánuðum síðar hefur háskólinn ekki brugðist við,“ sagði Robinson á blaðamannafundinum en með henni voru faðir hennar og lögmaður. Robinson sagðist koma opinberlega fram með málið til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlátari málsmeðferð í kynferðisbrotamálum í sem koma upp í bandarískum háskólum, en ítrekað hafa komið upp slík mál þar sem mörgum finnst ekki tekið nógu hart á gerendunum.„Gaf ég honum undir fótinn?“ Gott dæmi er mál Brock Turner sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla. Hann losnaði úr fangelsi á dögunum eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af dómnum. Á blaðamannafundinum sagði Robinson að rannsakendurnir hjá háskólanum hefðu spurt hana niðurlægjandi spurninga þegar málið kom til kasta þeirra. „Gaf ég honum undir fótinn? Hef ég sofið hjá honum áður? Stunda ég oft einnar nætur gaman? Sagði ég nei? Hvað hef ég sofið hjá mörgum? Þeir komu fram við mig eins og ég væri sá grunaði,“ sagði Robinson. Þá sagð Robinson að hún hefði orðið mjög reið þgar hún heyrði upptökur af viðtali lögreglunnar við Allen Artis 21 árs gamlan mann sem einnig er nemandi í Háskólanum í Norður-Karólínu og var ein af stjörnum ruðningsliðs skólans. Hann var rekinn úr liðinu á þriðjudag.Artis gaf sig fram hjá lögreglu „Þeir voru ekki að saka hann um neitt heldur töluðu við hann á vinalegu nótunum. Þeir sögðu: „Ekki svitna yfir þessu, haltu bara áfram að lifa lífinu og spila ruðning.““ Robinson segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að drekka umrætt kvöld, ekki orðin 21 árs gömul, þá gefi það engum rétt til þess að brjóta gegn henni. „Ég átti ekki skilið að vera nauðgað,“ sagði Robinson. Maðurinn sem hún sakar um að hafa nauðgað sér fór til lögreglunnar á þriðjudag og var handtekinn grunaður um minniháttar kynferðisbrot og árás. Hann var látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður. Saksóknari í málinu segir að það hafi verið rannsakað ítarlega en sé enn til rannsóknar. Þá gaf Háskólinn í Norður-Karólínu frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að skólinn tæki allar tilkynningar um kynferðisbrot innan skólans alvarlega. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Robinson.
Tengdar fréttir Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42