Sakar eina af stjörnum ruðningsliðsins um nauðgun: Hélt blaðamannafund til að vekja athygli á málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 11:21 Delaney Robinson og Allen Artis. vísir Delaney Robinson er 19 ára nemandi við Háskólann í Norður-Karólínu. Í febrúar tilkynnti hún háskólayfirvöldum og lögreglunni að sér hefði verið nauðgað á skólalóð háskólans á Valentínusardaginn en síðastliðinn þriðjudag, meira en hálfu ári eftir að hún tilkynnti um brotið, hélt hún blaðamannafund til að þrýsta á háskólayfirvöld og lögregluyfirvöld um að gera eitthvað í málinu. „Ég gerði allt sem fórnarlamb nauðgunar á að gera. Ég tilkynnti um málið. Ég fór í skoðun á neyðarmóttöku nauðgana. Ég gaf skýrslu. Ég vann með lögreglunni og háskólanum en sex mánuðum síðar hefur háskólinn ekki brugðist við,“ sagði Robinson á blaðamannafundinum en með henni voru faðir hennar og lögmaður. Robinson sagðist koma opinberlega fram með málið til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlátari málsmeðferð í kynferðisbrotamálum í sem koma upp í bandarískum háskólum, en ítrekað hafa komið upp slík mál þar sem mörgum finnst ekki tekið nógu hart á gerendunum.„Gaf ég honum undir fótinn?“ Gott dæmi er mál Brock Turner sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla. Hann losnaði úr fangelsi á dögunum eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af dómnum. Á blaðamannafundinum sagði Robinson að rannsakendurnir hjá háskólanum hefðu spurt hana niðurlægjandi spurninga þegar málið kom til kasta þeirra. „Gaf ég honum undir fótinn? Hef ég sofið hjá honum áður? Stunda ég oft einnar nætur gaman? Sagði ég nei? Hvað hef ég sofið hjá mörgum? Þeir komu fram við mig eins og ég væri sá grunaði,“ sagði Robinson. Þá sagð Robinson að hún hefði orðið mjög reið þgar hún heyrði upptökur af viðtali lögreglunnar við Allen Artis 21 árs gamlan mann sem einnig er nemandi í Háskólanum í Norður-Karólínu og var ein af stjörnum ruðningsliðs skólans. Hann var rekinn úr liðinu á þriðjudag.Artis gaf sig fram hjá lögreglu „Þeir voru ekki að saka hann um neitt heldur töluðu við hann á vinalegu nótunum. Þeir sögðu: „Ekki svitna yfir þessu, haltu bara áfram að lifa lífinu og spila ruðning.““ Robinson segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að drekka umrætt kvöld, ekki orðin 21 árs gömul, þá gefi það engum rétt til þess að brjóta gegn henni. „Ég átti ekki skilið að vera nauðgað,“ sagði Robinson. Maðurinn sem hún sakar um að hafa nauðgað sér fór til lögreglunnar á þriðjudag og var handtekinn grunaður um minniháttar kynferðisbrot og árás. Hann var látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður. Saksóknari í málinu segir að það hafi verið rannsakað ítarlega en sé enn til rannsóknar. Þá gaf Háskólinn í Norður-Karólínu frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að skólinn tæki allar tilkynningar um kynferðisbrot innan skólans alvarlega. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Robinson. Tengdar fréttir Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Delaney Robinson er 19 ára nemandi við Háskólann í Norður-Karólínu. Í febrúar tilkynnti hún háskólayfirvöldum og lögreglunni að sér hefði verið nauðgað á skólalóð háskólans á Valentínusardaginn en síðastliðinn þriðjudag, meira en hálfu ári eftir að hún tilkynnti um brotið, hélt hún blaðamannafund til að þrýsta á háskólayfirvöld og lögregluyfirvöld um að gera eitthvað í málinu. „Ég gerði allt sem fórnarlamb nauðgunar á að gera. Ég tilkynnti um málið. Ég fór í skoðun á neyðarmóttöku nauðgana. Ég gaf skýrslu. Ég vann með lögreglunni og háskólanum en sex mánuðum síðar hefur háskólinn ekki brugðist við,“ sagði Robinson á blaðamannafundinum en með henni voru faðir hennar og lögmaður. Robinson sagðist koma opinberlega fram með málið til þess að leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlátari málsmeðferð í kynferðisbrotamálum í sem koma upp í bandarískum háskólum, en ítrekað hafa komið upp slík mál þar sem mörgum finnst ekki tekið nógu hart á gerendunum.„Gaf ég honum undir fótinn?“ Gott dæmi er mál Brock Turner sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla. Hann losnaði úr fangelsi á dögunum eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af dómnum. Á blaðamannafundinum sagði Robinson að rannsakendurnir hjá háskólanum hefðu spurt hana niðurlægjandi spurninga þegar málið kom til kasta þeirra. „Gaf ég honum undir fótinn? Hef ég sofið hjá honum áður? Stunda ég oft einnar nætur gaman? Sagði ég nei? Hvað hef ég sofið hjá mörgum? Þeir komu fram við mig eins og ég væri sá grunaði,“ sagði Robinson. Þá sagð Robinson að hún hefði orðið mjög reið þgar hún heyrði upptökur af viðtali lögreglunnar við Allen Artis 21 árs gamlan mann sem einnig er nemandi í Háskólanum í Norður-Karólínu og var ein af stjörnum ruðningsliðs skólans. Hann var rekinn úr liðinu á þriðjudag.Artis gaf sig fram hjá lögreglu „Þeir voru ekki að saka hann um neitt heldur töluðu við hann á vinalegu nótunum. Þeir sögðu: „Ekki svitna yfir þessu, haltu bara áfram að lifa lífinu og spila ruðning.““ Robinson segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að drekka umrætt kvöld, ekki orðin 21 árs gömul, þá gefi það engum rétt til þess að brjóta gegn henni. „Ég átti ekki skilið að vera nauðgað,“ sagði Robinson. Maðurinn sem hún sakar um að hafa nauðgað sér fór til lögreglunnar á þriðjudag og var handtekinn grunaður um minniháttar kynferðisbrot og árás. Hann var látinn laus gegn 5000 dollara tryggingu en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður. Saksóknari í málinu segir að það hafi verið rannsakað ítarlega en sé enn til rannsóknar. Þá gaf Háskólinn í Norður-Karólínu frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að skólinn tæki allar tilkynningar um kynferðisbrot innan skólans alvarlega. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Robinson.
Tengdar fréttir Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila