Ágúst Þór: Ætlum okkur Evrópusætið Árni Jóhannsson skrifar 15. september 2016 20:01 Ágúst Gylfason var sáttur með sína menn. vísir/ernir Fjölnir er í öðru sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á Þrótti í Pepsi-deild karla í kvöld. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur sinna mann. „Það er aldrei létt að spila fótboltaleiki en við sköpuðum okkur fullt af færum, skoruðum tvisvar og héldum hreinu og er það eitthvað sem maður getur verið ánægður með,“ sagði þjálfari Fjölnis þegar hann var spurður hvort þetta hafi verið létt hjá hans mönnum í kvöld. Hann var spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að missa mark inn í stöðunni 1-0 í dag. „Vinnusemin var til fyrirmyndar og við kláruðum þetta með góðum þremur stigum. Það var léttir þegar við náðum seinna markinu klárlega, það var vitað að Þróttarar myndu liggja til baka og hugsanlega gera atlögu að okkur síðustu tíu mínúturnar en sem betur fer náðum við að skora fyrir það og komast í 2-0 þannig að það varð dálítið panik hjá þeim að reyna að skora. Þá sköpuðum við alveg aragrúa af færum síðasta korterið en markvörður þeirra átti frábærann dag. Við erum mjög ánægðir með þrjú stigin í dag, það hjálpar okkur og settum stigamet hjá Fjölni. Við erum sáttir með það.“ Fjölnir er eitt í öðru sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og var Ágúst spurður hvort Fjölnismenn væru byrjaðir að plana Evrópuferðir á næsta ári. „Nei það má alls ekki gera það fyrirfram. Við þurfum að standa okkur, halda áfram að æfa vel og vera undirbúnir að fara á KR völlinn á sunnudaginn. Þetta er allt úrslitaleikir fyrir okkur sem eftir eru og við verðum að halda haus, gera okkar besta og sjá hvort það dugi okkur til að klára verkefnið. Eins og við erum búnir að segja að við ætlum okkur þetta Evrópusæti og þetta var skref í þá átt en það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Þróttur 2-0 | Fjölnir með risaskref í átt til Evrópu Fjölnir upp í annað sætið en þurfa bíða til að sjá hvort þeir verði þar á morgun 15. september 2016 16:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Fjölnir er í öðru sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á Þrótti í Pepsi-deild karla í kvöld. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur sinna mann. „Það er aldrei létt að spila fótboltaleiki en við sköpuðum okkur fullt af færum, skoruðum tvisvar og héldum hreinu og er það eitthvað sem maður getur verið ánægður með,“ sagði þjálfari Fjölnis þegar hann var spurður hvort þetta hafi verið létt hjá hans mönnum í kvöld. Hann var spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að missa mark inn í stöðunni 1-0 í dag. „Vinnusemin var til fyrirmyndar og við kláruðum þetta með góðum þremur stigum. Það var léttir þegar við náðum seinna markinu klárlega, það var vitað að Þróttarar myndu liggja til baka og hugsanlega gera atlögu að okkur síðustu tíu mínúturnar en sem betur fer náðum við að skora fyrir það og komast í 2-0 þannig að það varð dálítið panik hjá þeim að reyna að skora. Þá sköpuðum við alveg aragrúa af færum síðasta korterið en markvörður þeirra átti frábærann dag. Við erum mjög ánægðir með þrjú stigin í dag, það hjálpar okkur og settum stigamet hjá Fjölni. Við erum sáttir með það.“ Fjölnir er eitt í öðru sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og var Ágúst spurður hvort Fjölnismenn væru byrjaðir að plana Evrópuferðir á næsta ári. „Nei það má alls ekki gera það fyrirfram. Við þurfum að standa okkur, halda áfram að æfa vel og vera undirbúnir að fara á KR völlinn á sunnudaginn. Þetta er allt úrslitaleikir fyrir okkur sem eftir eru og við verðum að halda haus, gera okkar besta og sjá hvort það dugi okkur til að klára verkefnið. Eins og við erum búnir að segja að við ætlum okkur þetta Evrópusæti og þetta var skref í þá átt en það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Þróttur 2-0 | Fjölnir með risaskref í átt til Evrópu Fjölnir upp í annað sætið en þurfa bíða til að sjá hvort þeir verði þar á morgun 15. september 2016 16:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Þróttur 2-0 | Fjölnir með risaskref í átt til Evrópu Fjölnir upp í annað sætið en þurfa bíða til að sjá hvort þeir verði þar á morgun 15. september 2016 16:00