Loksins réttlæti fyrir hina 96: Stuðningsmenn Liverpool sýknaðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 10:37 Loksins. vísir/getty Liverpool-stuðningsmennirnir 96 sem fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 dóu allir ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanrækslu South Yorkshire-lögreglunnar sem sá um öryggigæslu á og í kringum leikvanginn. Dómur féll í Hillsborough-málinu í dag. Fjölskyldur fórnarlambanna og margir aðrir hafa í rúm 27 ár barist fyrir sannleikanum en lögreglan sópaði mikið af sönnunargögnum um eigin vanrækslu undir teppið og kenndi stuðningsmönnunum um allt. Kviðdómur bar upp úrskurð sinn í dag og voru sjö af níu sammála um að löreglan hefði ekki staðið undir ábyrgð sinni og þá er hluta sakarinnar einnig skellt á sjúkrabílaþjónustu South Yorkshire sem kemur ekki vel út úr dómnum. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið lengi eftir þessum úrskurði en það var fyrir nokkrum árum að hafin var ný rannsókn á málinu sem leiddi í ljós að þeir sem báru ábyrgð á öryggi fólksins brugðust algjörlega og voru valdur að slysinu skelfilega sem slasaði 766 manns og sendi 96 í gröfina. Kviðdómendur þurftu að svara fjórtán spurningum en þeir svöruðu nei, aðspurðir hvort stuðningsmennirnir hefðu hagað sér óskynsamlega og skapað hættu og einnig var starfslið Sheffield Wednesday sem mætti Liverpol þennan örlagaríka dag hreinsað af allri sakargift. Lögreglan aftur á móti gerði herfileg mistök í undirbúningi fyrir leikinn og að opna hliðið sem varð til þess að stuðningsmennirnir krömdust og létu lífið. Confirmation of how the jury decided on each of the 14 questions in the Hillsborough inquests. #SSNHQ pic.twitter.com/QsRvyy8ZQ1— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016 Confirmation that the jury in the Hillsborough inquests decide that the 96 were 'unlawfully killed'. #SSNHQ https://t.co/Y7FkC321WD— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016 Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Liverpool-stuðningsmennirnir 96 sem fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 dóu allir ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanrækslu South Yorkshire-lögreglunnar sem sá um öryggigæslu á og í kringum leikvanginn. Dómur féll í Hillsborough-málinu í dag. Fjölskyldur fórnarlambanna og margir aðrir hafa í rúm 27 ár barist fyrir sannleikanum en lögreglan sópaði mikið af sönnunargögnum um eigin vanrækslu undir teppið og kenndi stuðningsmönnunum um allt. Kviðdómur bar upp úrskurð sinn í dag og voru sjö af níu sammála um að löreglan hefði ekki staðið undir ábyrgð sinni og þá er hluta sakarinnar einnig skellt á sjúkrabílaþjónustu South Yorkshire sem kemur ekki vel út úr dómnum. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið lengi eftir þessum úrskurði en það var fyrir nokkrum árum að hafin var ný rannsókn á málinu sem leiddi í ljós að þeir sem báru ábyrgð á öryggi fólksins brugðust algjörlega og voru valdur að slysinu skelfilega sem slasaði 766 manns og sendi 96 í gröfina. Kviðdómendur þurftu að svara fjórtán spurningum en þeir svöruðu nei, aðspurðir hvort stuðningsmennirnir hefðu hagað sér óskynsamlega og skapað hættu og einnig var starfslið Sheffield Wednesday sem mætti Liverpol þennan örlagaríka dag hreinsað af allri sakargift. Lögreglan aftur á móti gerði herfileg mistök í undirbúningi fyrir leikinn og að opna hliðið sem varð til þess að stuðningsmennirnir krömdust og létu lífið. Confirmation of how the jury decided on each of the 14 questions in the Hillsborough inquests. #SSNHQ pic.twitter.com/QsRvyy8ZQ1— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016 Confirmation that the jury in the Hillsborough inquests decide that the 96 were 'unlawfully killed'. #SSNHQ https://t.co/Y7FkC321WD— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira