Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Aldraður maður hefur stillt upp ljósmyndum af Castro og fleiri byltingarhetjum í höfuðborginni Havana þar sem hann situr á gangstéttinni í hjólastól sínum. vísir/epa Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnudaginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opinberir viðburðir haldnir, hvorki tónleikar, leiksýningar né íþróttakappleikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingarleiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags.Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugiHandan hafsins, í Miami í Bandaríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harðstjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en formlega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnudaginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opinberir viðburðir haldnir, hvorki tónleikar, leiksýningar né íþróttakappleikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingarleiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags.Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugiHandan hafsins, í Miami í Bandaríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harðstjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en formlega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira