Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 10:40 Látinn uppreisnarmaður á götum Aleppo. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19
Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00