Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2016 11:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson í baráttunni í fyrri leik FH og Dundalk. vísir/ryan FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki