Stöðvar KR Valssóknina? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2016 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum. vísir/stefán Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira