Óvænt úrslit í Michigan opna allt upp á gátt Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. mars 2016 07:00 Bernie Sanders hefur styrkt stöðu sína verulega, þótt enn sé Clinton spáð nokkuð öruggum sigri. Nordicphotos/AFP Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37
Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20