Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:08 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45
Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45
John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45