Tómas Guðbjartsson segir „fráleitt“ að hann sé einhvers konar leikstjóri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:34 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Vísir Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“ Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“
Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07