Huginn vann mjög óvæntan sigur á toppliði KA á Seyðisfjarðarvelli í 14. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Hugin í vil.
Þetta var annar sigur Hugins í síðustu þremur leikjum en liðið hefur heldur betur sótt í sig veðrið á undanförnum vikum. Huginsmenn eru ósigraðir í síðustu fimm leikjum og eru nú aðeins stigi frá öruggu sæti.
KA-menn eru aftur á móti búnir að tapa tveimur leikjum í röð og Grindavík getur minnkað forskotið á Akureyringa í eitt stig með sigri á Leikni F. á morgun.
Stefán Ómar Magnússon skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma og tryggði Hugin öll þrjú stigin.
Um tíu mínútum áður fékk KA kjörið tækifæri til að ná forystunni en Elfar Árni Aðalsteinsson skaut yfir úr vítaspyrnu. KA hefur nú mistekist að skora í tveimur leikjum í röð en liðið tapaði 0-1 fyrir Haukum í síðustu umferð.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Óvæntur sigur Hugins | Annað tap KA í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn