Tortryggnir á vopnahléið Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. september 2016 07:00 Sýrlenskir slökkviliðsmenn slökkva elda sem kviknuðu í loftárásum á Douma. Loftárásir stjórnarhersins á svæði uppreisnarmanna kostuðu meira en hundrað manns lífið um helgina. vísir/epa Við sólarlag í gær átti að hefjast vopnahlé í Sýrlandi. Óttast var að það rynni fljótlega út í sandinn, eins og fyrri tilraunir. Einhverjar vonir eru samt bundnar við að þetta vopnahlé geti orðið upphafið að endalokum hinnar langvinnu borgarastyrjaldar í landinu. Rússar og Bandaríkjamenn gerðu í síðustu viku með sér samkomulag, sem stjórn Bashars al Assad forseta og helstu fylkingar uppreisnarmanna tóku síðan undir. Uppreisnarhóparnir hafa þó sumir hverjir verið afar hikandi og segjast óttast að Assad forseti muni nota tækifærið til að ráðast gegn þeim. Samningurinn felur í sér að stjórnarherinn hætti árásum sínum á tiltekin svæði uppreisnarmanna og sumir hópar uppreisnarmanna láti sömuleiðis vera að herja á stjórnarherinn. Rússar áttu að sjá til þess að stjórnarher Assads stæði við sitt, en Bandaríkjamenn áttu að sannfæra þá uppreisnarhópa, sem notið hafa stuðnings þeirra, um að hafa hemil á sér. Á móti ætla Rússar og Bandaríkjamenn að taka höndum saman um hernað gegn Íslamska ríkinu og öðrum öfgasamtökum íslamista, sem ekki þykja líkleg til að fallast á friðsamlegar lausnir á átökunum. Hjálparstofnanir segja síðan öllu skipta að geta komið hjálpargögnum til íbúanna. Það hefur gengið afar erfiðlega um langa hríð. Verst er ástandið í austurhluta Aleppo-borgar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi en stjórnarher Assads situr um og gerir linnulítið loftárásir á. Stjórnarher Assads gerði harðar loftárásir á nokkur svæði uppreisnarmanna alveg fram á síðustu stundu. Meira en hundrað manns létu lífið í þeim árásum. Rússneski herinn gerði einnig loftárásir á uppreisnarmenn um helgina. Assad forseti sagðist enn vera staðráðinn í að ná öllu landinu á sitt vald á ný. Allt þetta hefur ýtt undir tortryggni uppreisnarmanna. Þá bendir fátt til þess að tyrkneski herinn ætli að hætta árásum á hersveitir Kúrda í Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fimm ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið helming þjóðarinnar burt af heimilum sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34 Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Við sólarlag í gær átti að hefjast vopnahlé í Sýrlandi. Óttast var að það rynni fljótlega út í sandinn, eins og fyrri tilraunir. Einhverjar vonir eru samt bundnar við að þetta vopnahlé geti orðið upphafið að endalokum hinnar langvinnu borgarastyrjaldar í landinu. Rússar og Bandaríkjamenn gerðu í síðustu viku með sér samkomulag, sem stjórn Bashars al Assad forseta og helstu fylkingar uppreisnarmanna tóku síðan undir. Uppreisnarhóparnir hafa þó sumir hverjir verið afar hikandi og segjast óttast að Assad forseti muni nota tækifærið til að ráðast gegn þeim. Samningurinn felur í sér að stjórnarherinn hætti árásum sínum á tiltekin svæði uppreisnarmanna og sumir hópar uppreisnarmanna láti sömuleiðis vera að herja á stjórnarherinn. Rússar áttu að sjá til þess að stjórnarher Assads stæði við sitt, en Bandaríkjamenn áttu að sannfæra þá uppreisnarhópa, sem notið hafa stuðnings þeirra, um að hafa hemil á sér. Á móti ætla Rússar og Bandaríkjamenn að taka höndum saman um hernað gegn Íslamska ríkinu og öðrum öfgasamtökum íslamista, sem ekki þykja líkleg til að fallast á friðsamlegar lausnir á átökunum. Hjálparstofnanir segja síðan öllu skipta að geta komið hjálpargögnum til íbúanna. Það hefur gengið afar erfiðlega um langa hríð. Verst er ástandið í austurhluta Aleppo-borgar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi en stjórnarher Assads situr um og gerir linnulítið loftárásir á. Stjórnarher Assads gerði harðar loftárásir á nokkur svæði uppreisnarmanna alveg fram á síðustu stundu. Meira en hundrað manns létu lífið í þeim árásum. Rússneski herinn gerði einnig loftárásir á uppreisnarmenn um helgina. Assad forseti sagðist enn vera staðráðinn í að ná öllu landinu á sitt vald á ný. Allt þetta hefur ýtt undir tortryggni uppreisnarmanna. Þá bendir fátt til þess að tyrkneski herinn ætli að hætta árásum á hersveitir Kúrda í Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fimm ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið helming þjóðarinnar burt af heimilum sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34 Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18
ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34
Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34
Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33