Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 21:46 Alex Emma fær nafn sitt ekki viðurkennt af íslenskum stjórnvöldum. Vísir/ Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tveggja ára dóttur sína Alex Emmu undirbúa um þessar mundir málaferli gegn ríkinu. Mannanafnanefnd hafnaði í fyrra beiðni þeirra um að nota Alex sem eiginnafn stúlku og um tíma stóð til að beita foreldrana dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt Þjóðskrá um nafngift barnsins í tæka tíð. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að borga sektir þar sem ég sendi aftur inn tilkynningu til Þjóðskrár með sama nafni,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Ég veit ekki hver næstu skref verða af hálfu ríkisins en ég er þó alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af.“ Mál Alexar Emmu er eitt þeirra sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri varðandi baráttu íslenskra foreldra gegn Mannanafnanefnd og Þjóðskrá. Vísir greindi frá því í mars að foreldrar Alexar sæu fram á að þurfa að borga dagsektir vegna þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að Alex gæti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli.Sjá einnig: Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Foreldrarnir hafa ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að finna nýtt nafn á stúlkuna, sem varð tveggja ára í ágúst og hefur aldrei verið kölluð annað en Alex.Fréttastofa Stöðvar tvö tók foreldra Alexar tali á heimili þeirra í mars síðastliðnum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Auglýsa eftir fleirum í hópmálsókn Nanna segir að þau faðir Alexar hafi sett sig í samband við foreldra Duncans og Harrietar Cardew, en mál þeirra vakti líka mikla athygli í fjölmiðlum á árinu. Þjóðskrá synjaði í fyrra beiðni fjölskyldunnar um vegabréf fyrir Harriet, sem á enskan föður en er íslenskur ríkisborgari, vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af Mannanafnanefnd. Ætluðu þau sér að finna fleiri foreldra í sömu stöðu til að höfða saman málsókn gegn ríkinu. „Þau gleðilegu tíðindi urðu svo að þau fengu samþykki fyrir nöfnum barna sinna þar sem þau eru einnig með erlendan ríkisborgararétt,“ segir Nanna. „Við verðum því bara að auglýsa eftir fólki til að fara í þetta með okkur, þar sem það er frekar kostnaðarsamt að ráða lögfræðing í þetta mál.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist vilja leggja niður Mannanafnanefnd.Vísir/ErnirSjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Ólöf Nordal innanríkisráðherra er meðal þeirra þingmanna sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að afnema eigi mannanafnalög á Íslandi. Hún greindi frá því í viðtali í ágúst síðastliðnum að frumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu sem myndi rýmka reglur um nafnagift en þó líklega ekki ganga svo langt að afnema þær að fullu. „Við vorum svo heppin að vera búin að fá vegabréf fyrir Alex Emmu áður en að nýju reglurnar tóku gildi um að þeir sem eru ekki með samþykkt nafn fái ekki útgefin vegabréf,“ segir Nanna. „Þannig að hún er með vegabréf þar til hún verður fimm ára. Ég vona að þetta verði komið í lag fyrir þann tíma.“ Tengdar fréttir Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51 Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55 Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tveggja ára dóttur sína Alex Emmu undirbúa um þessar mundir málaferli gegn ríkinu. Mannanafnanefnd hafnaði í fyrra beiðni þeirra um að nota Alex sem eiginnafn stúlku og um tíma stóð til að beita foreldrana dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt Þjóðskrá um nafngift barnsins í tæka tíð. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að borga sektir þar sem ég sendi aftur inn tilkynningu til Þjóðskrár með sama nafni,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Ég veit ekki hver næstu skref verða af hálfu ríkisins en ég er þó alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af.“ Mál Alexar Emmu er eitt þeirra sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri varðandi baráttu íslenskra foreldra gegn Mannanafnanefnd og Þjóðskrá. Vísir greindi frá því í mars að foreldrar Alexar sæu fram á að þurfa að borga dagsektir vegna þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að Alex gæti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli.Sjá einnig: Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Foreldrarnir hafa ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að finna nýtt nafn á stúlkuna, sem varð tveggja ára í ágúst og hefur aldrei verið kölluð annað en Alex.Fréttastofa Stöðvar tvö tók foreldra Alexar tali á heimili þeirra í mars síðastliðnum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Auglýsa eftir fleirum í hópmálsókn Nanna segir að þau faðir Alexar hafi sett sig í samband við foreldra Duncans og Harrietar Cardew, en mál þeirra vakti líka mikla athygli í fjölmiðlum á árinu. Þjóðskrá synjaði í fyrra beiðni fjölskyldunnar um vegabréf fyrir Harriet, sem á enskan föður en er íslenskur ríkisborgari, vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af Mannanafnanefnd. Ætluðu þau sér að finna fleiri foreldra í sömu stöðu til að höfða saman málsókn gegn ríkinu. „Þau gleðilegu tíðindi urðu svo að þau fengu samþykki fyrir nöfnum barna sinna þar sem þau eru einnig með erlendan ríkisborgararétt,“ segir Nanna. „Við verðum því bara að auglýsa eftir fólki til að fara í þetta með okkur, þar sem það er frekar kostnaðarsamt að ráða lögfræðing í þetta mál.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist vilja leggja niður Mannanafnanefnd.Vísir/ErnirSjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Ólöf Nordal innanríkisráðherra er meðal þeirra þingmanna sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að afnema eigi mannanafnalög á Íslandi. Hún greindi frá því í viðtali í ágúst síðastliðnum að frumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu sem myndi rýmka reglur um nafnagift en þó líklega ekki ganga svo langt að afnema þær að fullu. „Við vorum svo heppin að vera búin að fá vegabréf fyrir Alex Emmu áður en að nýju reglurnar tóku gildi um að þeir sem eru ekki með samþykkt nafn fái ekki útgefin vegabréf,“ segir Nanna. „Þannig að hún er með vegabréf þar til hún verður fimm ára. Ég vona að þetta verði komið í lag fyrir þann tíma.“
Tengdar fréttir Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51 Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55 Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51
Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55
Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00