Innlent

Héraðsdómur heimilar nafnið Blær

Boði Logason skrifar
Blær Bjarkardóttir og Björk Eiðsdóttir móðir hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Blær Bjarkardóttir og Björk Eiðsdóttir móðir hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum. Björk Eiðsdóttir, fór í mál við íslenska ríkið fyrir hönd dóttur sinnar, Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur. En nafn hennar var aldrei samþykkt af íslenskum yfirvöldum þar sem það var talið vera karlmannsnafn, og hefur hún því hingað til verið Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir í þjóðskrá.

Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í þessum mánuði og sagði Björk að dóttir sín hefði tilkynnt dómara að hún væri alsæl með nafnið, „og hefði aldrei lent í neinum vandræðum með það nema í samskiptum við hið opinbera. Lögfræðingur minn lagði fram gögn sem sýna að fordæmi er fyrir því að nafn geti verið bæði karlkyns og kvenkyns," sagði Björk í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×