Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2015 21:36 „Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“ Vísir/Vilhelm/Nanna Þórdís Árnadóttir Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Sjá meira