Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 11:51 Ólöf Nordal hefur sterka skoðun á hlutverki mannanafnanefndar. Hún segir umræðuna oft á villigötum enda fari nefndin einfaldlega að lögum. Lögunum vill hún hins vegar breyta. Vísir/Valli Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög. Frumvarp er í smíðum í ráðuneytinu sem mun þó líklega ekki ganga svo langt. Ráðuneytið gerði könnun til að kanna viðhorf fólks til mannanafnanefndar og þeirra laga sem nefndin vinnur eftir. Vill meirihluti fólks rýmka reglurnar. „Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ segir Ólöf um þá vinnu sem verið hefur í gangi. Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. „Ég held að það eigi að vera þannig að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.“Ólöf var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað ef foreldrar vilja skíra barnið Satan? Það sem helst virðist standa í vegi fyrir því að fólk vilji ganga jafnlangt og Ólöf er varnaglinn að fólk geti ekki nefnt börn sín nöfnum sem geti komið þeim illa. Hvað ef foreldrar ákveða að skíra barn sitt Satan? Ólöf spyr á móti hvort sömu foreldrum sé þá treystandi til að ala upp börnin sín. Eiga þau ekki alltaf að hafa hag barnanna að leiðarljósi? Önnur lög, svo sem barnalög, gætu komið til kastanna ef þannig mál kæmu upp.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir fóru alla leið fyrir dómstóla.Ólöf nefnir til sögunnar fjölmörg mál sem vakið hafa athygli hennar og annarra hér á landi undanfarin misseri. Stúlkunafnið Blær fékkst loks samþykkt eftir að hafa farið alla leið fyrir héraðsdóm og svo er nærtækt dæmi hin unga Harriet sem fær ekki vegabréf hér á landi vegna nafns síns. Þótt Ólöf vilji ekki ræða einstök dæmi finnist henni afar skrýtið að ekki megi skíra börn nafni úr menningarheimi foreldra. Íslendingum þætti væntanlega skrýtið ef þeir fengju ekki að skíra börnin í höfuðið á foreldrum sínum væru þau búsett erlendis.Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.vísir/daníelVernda íslenskuna Aðspurð um samanburð við nágrannalöndin segir Ólöf það vera í skoðun. Hún telur lög sambærileg þeim sem mannanafnanefnd vinnur eftir ekki þar að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málssvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði.“ Ólöf ætlar að leggja fram frumvarp í haust og ítrekar sjálf að hún vilji helst afnema lögin. Hún er þó efins um að svo róttækt frumvarp næði í gegnum þingið. Hún minnir á að Óttar Proppe, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem hafi ekki verið afgreitt. Um sé að ræða sameiginlegt áhugamál sem þau Óttar ræði oft. „Í því frumvarpi var ekki skrefið gengið til fulls þótt veruleg rýmkun hafi verið á ferðinni.“ Tengdar fréttir Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00 Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög. Frumvarp er í smíðum í ráðuneytinu sem mun þó líklega ekki ganga svo langt. Ráðuneytið gerði könnun til að kanna viðhorf fólks til mannanafnanefndar og þeirra laga sem nefndin vinnur eftir. Vill meirihluti fólks rýmka reglurnar. „Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ segir Ólöf um þá vinnu sem verið hefur í gangi. Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. „Ég held að það eigi að vera þannig að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.“Ólöf var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað ef foreldrar vilja skíra barnið Satan? Það sem helst virðist standa í vegi fyrir því að fólk vilji ganga jafnlangt og Ólöf er varnaglinn að fólk geti ekki nefnt börn sín nöfnum sem geti komið þeim illa. Hvað ef foreldrar ákveða að skíra barn sitt Satan? Ólöf spyr á móti hvort sömu foreldrum sé þá treystandi til að ala upp börnin sín. Eiga þau ekki alltaf að hafa hag barnanna að leiðarljósi? Önnur lög, svo sem barnalög, gætu komið til kastanna ef þannig mál kæmu upp.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir fóru alla leið fyrir dómstóla.Ólöf nefnir til sögunnar fjölmörg mál sem vakið hafa athygli hennar og annarra hér á landi undanfarin misseri. Stúlkunafnið Blær fékkst loks samþykkt eftir að hafa farið alla leið fyrir héraðsdóm og svo er nærtækt dæmi hin unga Harriet sem fær ekki vegabréf hér á landi vegna nafns síns. Þótt Ólöf vilji ekki ræða einstök dæmi finnist henni afar skrýtið að ekki megi skíra börn nafni úr menningarheimi foreldra. Íslendingum þætti væntanlega skrýtið ef þeir fengju ekki að skíra börnin í höfuðið á foreldrum sínum væru þau búsett erlendis.Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.vísir/daníelVernda íslenskuna Aðspurð um samanburð við nágrannalöndin segir Ólöf það vera í skoðun. Hún telur lög sambærileg þeim sem mannanafnanefnd vinnur eftir ekki þar að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málssvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði.“ Ólöf ætlar að leggja fram frumvarp í haust og ítrekar sjálf að hún vilji helst afnema lögin. Hún er þó efins um að svo róttækt frumvarp næði í gegnum þingið. Hún minnir á að Óttar Proppe, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem hafi ekki verið afgreitt. Um sé að ræða sameiginlegt áhugamál sem þau Óttar ræði oft. „Í því frumvarpi var ekki skrefið gengið til fulls þótt veruleg rýmkun hafi verið á ferðinni.“
Tengdar fréttir Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00 Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08