Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 11:51 Ólöf Nordal hefur sterka skoðun á hlutverki mannanafnanefndar. Hún segir umræðuna oft á villigötum enda fari nefndin einfaldlega að lögum. Lögunum vill hún hins vegar breyta. Vísir/Valli Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög. Frumvarp er í smíðum í ráðuneytinu sem mun þó líklega ekki ganga svo langt. Ráðuneytið gerði könnun til að kanna viðhorf fólks til mannanafnanefndar og þeirra laga sem nefndin vinnur eftir. Vill meirihluti fólks rýmka reglurnar. „Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ segir Ólöf um þá vinnu sem verið hefur í gangi. Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. „Ég held að það eigi að vera þannig að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.“Ólöf var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað ef foreldrar vilja skíra barnið Satan? Það sem helst virðist standa í vegi fyrir því að fólk vilji ganga jafnlangt og Ólöf er varnaglinn að fólk geti ekki nefnt börn sín nöfnum sem geti komið þeim illa. Hvað ef foreldrar ákveða að skíra barn sitt Satan? Ólöf spyr á móti hvort sömu foreldrum sé þá treystandi til að ala upp börnin sín. Eiga þau ekki alltaf að hafa hag barnanna að leiðarljósi? Önnur lög, svo sem barnalög, gætu komið til kastanna ef þannig mál kæmu upp.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir fóru alla leið fyrir dómstóla.Ólöf nefnir til sögunnar fjölmörg mál sem vakið hafa athygli hennar og annarra hér á landi undanfarin misseri. Stúlkunafnið Blær fékkst loks samþykkt eftir að hafa farið alla leið fyrir héraðsdóm og svo er nærtækt dæmi hin unga Harriet sem fær ekki vegabréf hér á landi vegna nafns síns. Þótt Ólöf vilji ekki ræða einstök dæmi finnist henni afar skrýtið að ekki megi skíra börn nafni úr menningarheimi foreldra. Íslendingum þætti væntanlega skrýtið ef þeir fengju ekki að skíra börnin í höfuðið á foreldrum sínum væru þau búsett erlendis.Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.vísir/daníelVernda íslenskuna Aðspurð um samanburð við nágrannalöndin segir Ólöf það vera í skoðun. Hún telur lög sambærileg þeim sem mannanafnanefnd vinnur eftir ekki þar að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málssvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði.“ Ólöf ætlar að leggja fram frumvarp í haust og ítrekar sjálf að hún vilji helst afnema lögin. Hún er þó efins um að svo róttækt frumvarp næði í gegnum þingið. Hún minnir á að Óttar Proppe, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem hafi ekki verið afgreitt. Um sé að ræða sameiginlegt áhugamál sem þau Óttar ræði oft. „Í því frumvarpi var ekki skrefið gengið til fulls þótt veruleg rýmkun hafi verið á ferðinni.“ Tengdar fréttir Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00 Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög. Frumvarp er í smíðum í ráðuneytinu sem mun þó líklega ekki ganga svo langt. Ráðuneytið gerði könnun til að kanna viðhorf fólks til mannanafnanefndar og þeirra laga sem nefndin vinnur eftir. Vill meirihluti fólks rýmka reglurnar. „Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ segir Ólöf um þá vinnu sem verið hefur í gangi. Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. „Ég held að það eigi að vera þannig að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.“Ólöf var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað ef foreldrar vilja skíra barnið Satan? Það sem helst virðist standa í vegi fyrir því að fólk vilji ganga jafnlangt og Ólöf er varnaglinn að fólk geti ekki nefnt börn sín nöfnum sem geti komið þeim illa. Hvað ef foreldrar ákveða að skíra barn sitt Satan? Ólöf spyr á móti hvort sömu foreldrum sé þá treystandi til að ala upp börnin sín. Eiga þau ekki alltaf að hafa hag barnanna að leiðarljósi? Önnur lög, svo sem barnalög, gætu komið til kastanna ef þannig mál kæmu upp.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir fóru alla leið fyrir dómstóla.Ólöf nefnir til sögunnar fjölmörg mál sem vakið hafa athygli hennar og annarra hér á landi undanfarin misseri. Stúlkunafnið Blær fékkst loks samþykkt eftir að hafa farið alla leið fyrir héraðsdóm og svo er nærtækt dæmi hin unga Harriet sem fær ekki vegabréf hér á landi vegna nafns síns. Þótt Ólöf vilji ekki ræða einstök dæmi finnist henni afar skrýtið að ekki megi skíra börn nafni úr menningarheimi foreldra. Íslendingum þætti væntanlega skrýtið ef þeir fengju ekki að skíra börnin í höfuðið á foreldrum sínum væru þau búsett erlendis.Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.vísir/daníelVernda íslenskuna Aðspurð um samanburð við nágrannalöndin segir Ólöf það vera í skoðun. Hún telur lög sambærileg þeim sem mannanafnanefnd vinnur eftir ekki þar að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málssvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði.“ Ólöf ætlar að leggja fram frumvarp í haust og ítrekar sjálf að hún vilji helst afnema lögin. Hún er þó efins um að svo róttækt frumvarp næði í gegnum þingið. Hún minnir á að Óttar Proppe, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem hafi ekki verið afgreitt. Um sé að ræða sameiginlegt áhugamál sem þau Óttar ræði oft. „Í því frumvarpi var ekki skrefið gengið til fulls þótt veruleg rýmkun hafi verið á ferðinni.“
Tengdar fréttir Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00 Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08