Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Ingvar Haraldsson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Harriet fékk breskt neyðarvegabréf svo fjölskyldan komst í frí til Frakklands. Vísir/Valli Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Innanríkisráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu þann 12. ágúst, rúmu ári eftir að foreldrar Harrietar kærðu úrskurð Þjóðskrár. Stofnuninni hefur verið gert að skrá nafn Harrietar í þjóðskrá og gefa út vegabréf með nafninu Harriet Cardew. Harriet hafði frá fæðingu borið nafnið Stúlka Cardew í þjóðskrá því nafnið þykir ekki í samræmi við mannanafnalög. Hið sama hefur gilt um eldri bróður hennar, Duncan sem borið hefur nafnið Drengur Cardew. Faðir Harrietar er breskur ríkisborgari og móðir hennar er bæði með íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt. Úrskurður innanríkisráðuneytisins byggir á því að foreldrunum hafi verið heimilt að nefna hana erlendu nafni þar sem báðir foreldrarnir séu erlendir ríkisborgarar. Kristín Cardew, móðir Harrietar og Duncans segist fegin því að niðurstaða sé komin í málið. „Þetta er ofboðslega furðulegt mál, þetta eru sömu nöfnin og sömu börnin,“ segir hún en Harriet og Duncan höfðu áður fengið útgefin vegabréf með nöfnunum stúlka og drengur Cardew. „Við vonum að þetta hafi áhrif og setji ákveðna endurskoðun í gang,“ segir Kristín. Innanríkisráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á mannanafnalögum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur gefið út að hún sé fylgjandi að slakað verði á kröfum sem gerðar séu til nafngifta í lögunum. „Það er náttúrulega líka fáránlegt, af því að það er alltaf verið að tala um að lögin verndi börn en þau banna fullorðnu fólki líka að velja sér nöfn,“ segir Kristín. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Innanríkisráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu þann 12. ágúst, rúmu ári eftir að foreldrar Harrietar kærðu úrskurð Þjóðskrár. Stofnuninni hefur verið gert að skrá nafn Harrietar í þjóðskrá og gefa út vegabréf með nafninu Harriet Cardew. Harriet hafði frá fæðingu borið nafnið Stúlka Cardew í þjóðskrá því nafnið þykir ekki í samræmi við mannanafnalög. Hið sama hefur gilt um eldri bróður hennar, Duncan sem borið hefur nafnið Drengur Cardew. Faðir Harrietar er breskur ríkisborgari og móðir hennar er bæði með íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt. Úrskurður innanríkisráðuneytisins byggir á því að foreldrunum hafi verið heimilt að nefna hana erlendu nafni þar sem báðir foreldrarnir séu erlendir ríkisborgarar. Kristín Cardew, móðir Harrietar og Duncans segist fegin því að niðurstaða sé komin í málið. „Þetta er ofboðslega furðulegt mál, þetta eru sömu nöfnin og sömu börnin,“ segir hún en Harriet og Duncan höfðu áður fengið útgefin vegabréf með nöfnunum stúlka og drengur Cardew. „Við vonum að þetta hafi áhrif og setji ákveðna endurskoðun í gang,“ segir Kristín. Innanríkisráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á mannanafnalögum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur gefið út að hún sé fylgjandi að slakað verði á kröfum sem gerðar séu til nafngifta í lögunum. „Það er náttúrulega líka fáránlegt, af því að það er alltaf verið að tala um að lögin verndi börn en þau banna fullorðnu fólki líka að velja sér nöfn,“ segir Kristín.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira