Gluggakaupin gulls ígildi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 06:00 fréttablaðið Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn