Erlent

Kæla sig niður í hitabylgjunni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Palestínskur strákur kælir sig niður í vatnsrennibraut Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.
Palestínskur strákur kælir sig niður í vatnsrennibraut Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. nordicphotos/afp
Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna bauð palestínskum börnum í Gazaborg í Palestínu upp á vatnsrennibrautir í gær til að kæla sig niður. Mikil hitabylgja ríður nú yfir svæðin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hitinn á svæðinu hefur undanfarið farið hæst upp í fimmtíu gráður.

Orkuveita Ísraels hefur spáð því að rafmagnsnotkunarmet verði slegið til að kæla niður heimili Ísraela á svæðinu. Vegna lítils varaforða rafmagns þykir því líklegt að Ísraelar muni á næstunni lifa við rafmagnsskort meðan hitabylgjan geisar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×