Enski boltinn

Wenger hlustar ekki á pabba, mömmur, afa eða ömmur leikmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny eigi möguleika á byrjunarliðssæti á móti Stoke um helgina en mikið hefur fjallað um það að Wenger setti Szczesny út úr liðinu fyrir að reykja í búningsklefanum.

„Ég vil ekki tala um það sem gerist inn í búningsklefanum okkar því það á ekki að fara lengra þótt að það hafi nú gert það," sagði Arsene Wenger.

„Auðvitað hefur hann beðist afsökunar. Hann er alvörugefinn drengur sem leggur mikið á sig og þarf ekki á þessu að halda. Hann gerði mistök og er ekki sá fyrsti," sagði Wenger.

„Þú mátt gera það sem þú vilt heima hjá þér. Þú hefur frelsi til þess. Það besta fyrir leikmennina mína er hinsvegar að fylgja settum reglum því þær eru settar til þess að ná sem mestu út úr þeim," sagði Wenger.

Wenger gaf lítið fyrir ummæli föðurs Wojciech Szczesny sem kom syni sínum til varnar í fjölmiðlum.

„Ég vil ekki gera mál úr því. Öll félög hafa agareglur og þær reglur þurfa ekki að koma fyrir almenning. Ég vil ekki tala meira um þetta. Ég hlusta ekki á það sem pabbar, mömmur, afar eða ömmur leikmanna segja," sagði Wenger.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×