Stanslaust sírenuvæl í hverfinu í allan dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2015 17:15 Brynhildur Jónsdóttir-Givelet segir að atburðir siðustu daga hafi haft áhrif á daglegt líf Parísarbúa, þvert á vilja þeirra. Vísir „Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35