Erlent

Illa skipulagðar flóttamannabúðir

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Innanríkisráðuneyti Austurríkis segist vera að vinna í því að bæta aðstæður í búðunum.
Innanríkisráðuneyti Austurríkis segist vera að vinna í því að bæta aðstæður í búðunum. nordicphotos/afp
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Traiskirchen-flóttamannabúðirnar í Austurríki séu til skammar og aðstæður þar séu ómannúðlegar.

Traiskirchen eru stærstu flóttamannabúðir Austurríkis.

Fimmtán hundruð manns sofa þar undir berum himni og eru búðirnar sagðar vera óþrifalegar og illa skipulagðar.

Innanríkisráðuneyti Austurríkis segist vera að vinna að því að bæta aðstæður í búðunum. Samkvæmt frétt BBC segist ráðuneytið eiga í vandræðum vegna fjölgunar hælisleitenda í Austurríki.

Heinz Pazelt hjá Amnesty í Austurríki segir búðirnar vera til skammar fyrir ríkt land eins og Austurríki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×