Brottvísun til Íraks rædd Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. febrúar 2015 10:00 Krekar Í Noregi þykja öfgaskoðanir hans ýmist ógnvekjandi eða hlægilegar.fréttablaðið/EPA Norsk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Írak um það hvort hægt verði að senda öfga-íslamistann múlla Krekar þangað frá Noregi. Til þessa hefur ekki þótt óhætt að senda hann þangað af ótta við að hann kynni að verða dæmdur til dauða þar í landi. Að sögn dagblaðsins Verdens Gang hefur Jøran Kallmyr, aðstoðarráðherra í norska dómsmálaráðuneytinu, verið í Írak undanfarið til að finna lausn á þessu. Krekar, sem heitir Nadsjmúddín Faradsj Ahmad, var á fimmtudagskvöldið handtekinn eina ferðina enn fyrir hótanir og fyrir að hvetja fólk til afbrota. Þetta gerðist eftir að norska ríkissjónvarpið birti langt viðtal við hann, þar sem hann sagðist telja mennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í París nýverið vera hetjur. Þeir myrtu tólf manns, þar á meðal nokkra helstu skopteiknara blaðsins. Hann segir skopteiknara, sem hafi teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni, vera réttdræpa: „Af því hann hefur ráðist á gildi okkar, siðareglur okkar og trú, þá á hann að deyja,“ sagði Krekar, en tók þó fram að ekki mætti nota sprengjur sem gætu valdið dauða saklausra. Krekar var fyrir fáum vikum látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir sömu sakir: að hafa haft í hótunum við Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri ráðamenn. Leiðtogar múslima í Noregi og víðar segja fráleitt að málflutningur hans njóti trúverðugleika meðal íslamskra fræðimanna. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir sænski teiknarinn Lars Vilks, sem líklega var helsta skotmark morðárásar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum, að hótanir á borð við þær, sem Krekar hefur í frammi, séu að verða æ algengari: „Það eru margir sem leggjast á sveif með Krekar.“ Danski skopteiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði eina af skopmyndunum af Múhameð sem birtust í dagblaði árið 2006, segist gjarnan vilja hitta Krekar. „Hann er velkominn í heimsókn til mín,“ hefur norska útvarpið eftir honum. „Eða við gætum hist í mosku til að spjalla.“ Norski teiknarinn Per Elvestuen segir múlla Krekar alls ekki vekja hjá sér ótta: „Nei. Múlla Krekar er ríkistrúður. Allt hans framferði er skammarlegt í hvaða samhengi sem er.“ Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Írak um það hvort hægt verði að senda öfga-íslamistann múlla Krekar þangað frá Noregi. Til þessa hefur ekki þótt óhætt að senda hann þangað af ótta við að hann kynni að verða dæmdur til dauða þar í landi. Að sögn dagblaðsins Verdens Gang hefur Jøran Kallmyr, aðstoðarráðherra í norska dómsmálaráðuneytinu, verið í Írak undanfarið til að finna lausn á þessu. Krekar, sem heitir Nadsjmúddín Faradsj Ahmad, var á fimmtudagskvöldið handtekinn eina ferðina enn fyrir hótanir og fyrir að hvetja fólk til afbrota. Þetta gerðist eftir að norska ríkissjónvarpið birti langt viðtal við hann, þar sem hann sagðist telja mennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í París nýverið vera hetjur. Þeir myrtu tólf manns, þar á meðal nokkra helstu skopteiknara blaðsins. Hann segir skopteiknara, sem hafi teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni, vera réttdræpa: „Af því hann hefur ráðist á gildi okkar, siðareglur okkar og trú, þá á hann að deyja,“ sagði Krekar, en tók þó fram að ekki mætti nota sprengjur sem gætu valdið dauða saklausra. Krekar var fyrir fáum vikum látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir sömu sakir: að hafa haft í hótunum við Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri ráðamenn. Leiðtogar múslima í Noregi og víðar segja fráleitt að málflutningur hans njóti trúverðugleika meðal íslamskra fræðimanna. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir sænski teiknarinn Lars Vilks, sem líklega var helsta skotmark morðárásar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum, að hótanir á borð við þær, sem Krekar hefur í frammi, séu að verða æ algengari: „Það eru margir sem leggjast á sveif með Krekar.“ Danski skopteiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði eina af skopmyndunum af Múhameð sem birtust í dagblaði árið 2006, segist gjarnan vilja hitta Krekar. „Hann er velkominn í heimsókn til mín,“ hefur norska útvarpið eftir honum. „Eða við gætum hist í mosku til að spjalla.“ Norski teiknarinn Per Elvestuen segir múlla Krekar alls ekki vekja hjá sér ótta: „Nei. Múlla Krekar er ríkistrúður. Allt hans framferði er skammarlegt í hvaða samhengi sem er.“
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira