Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 11:30 Sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu. Vísir/AFP Fjölmargir hafa flúið frá Sýrlandi til Líbanon, Jórdaníu og Tyrklands frá því að borgarastyrjöldin hófst þar í landi fyrir rúmum fjórum árum. Hins vegar hafa ekki margir flúið til ríkari Persaflóaríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu. Undir lok síðasta árs gagnrýndi Amnesty Inernational ríkustu lönd Mið-Austurlanda; Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabíu, Kúveit og Barein. Þau lönd höfðu þá ekki boðist til að taka á móti svo gott sem einum flóttamanni. Önnur rík lönd sem Amnesty nefndi og höfðu ekki boðist til að taka við flóttafólki voru Rússland, Japan, Singapúr og Suður-Kórea. Þó er vert að taka fram að Persaflóaríkin styðja við bakið á þeim ríkjum sem tekið hafa á móti flestum flóttamönnum fjárhagslega. Einnig verður að taka fram að um síðustu áramót voru skráðir flóttamenn 1,6 milljón í Tyrklandi, 1,1 milljón í Líbanon, 620 þúsund í Jórdaníu, 225 þúsund í Írak og 140 þúsund í Egyptalandi. Þá eru ekki taldir með þeir sem eru óskráðir í löndunum, sem líklega er mikill fjöldi.Bera þessi ríki meiri skyldu? Fjölmargir hafa þó velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. Þessa mynd birti dagblaðið Mecca, frá Sádi-arabíu nú nýverið. Þessi mynd, sem sýnir mann í hefðbundnum arabískum klæðnaði í víggirtri hurð benda á hurð með merki Evrópusambandsins og segja: „Af hverju hleypið þið þeim ekki inn dónarnir ykkar?!“ Myndin hefur farið víða á samfélagsmiðlum ytra. عالم ما عندها مروّة #أزمة_اللاجئين #كارتون @jabertoon #صحيفة_مكة pic.twitter.com/BjzKI4TfQd— صحيفة مكة (@makkahnp) September 1, 2015 Ríki eins og Sádi-Arabía, Katar og hin ríkin sem Amnesty gagnrýndi eru ekki saklaus þegar kemur að borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Fram kemur á vef Washington Post að rík ríki Mið-Austurlanda hafa fjármagnað uppreisnarhópa þar í landi og þannig kynnt undir þá óöld sem ríkir þar og í Írak. Þá hafa engin þessara ríkja skrifað undir flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Sýrlendingar geta sótt um leyfi til að ferðast til og jafnvel vinna í ríkjunum við Persaflóa. Það ferli er þó mjög kostnaðarsamt og samkvæmt BBC telja margir að ríkin hafi ákveðnar faldar hindranir sem komi í veg fyrir að Sýrlendingar geti öðlast slík leyfi. Þar að auki segir á vef BBC að ekki sé líklegt að lönd eins og Kúveit, Sádi-Arabía og SAF taki á móti flóttafólki. Að mestu treysta þessi lönd á erlent vinnuafl og þá sérstaklega fyrir láglaunastörf. Þar af koma flestir þeirra frá Suðaustur-Asíu og Indlandi. Undanfarin ár hafa þó verið settar af stað herferðir til að koma þarlendu fólki inn á vinnumarkaði ríkjanna. Ofan á það er nánast ómögulegt fyrir útlendinga að öðlast ríkisborgararétt, sem gæti gert flóttafólki erfitt um vik með að skapa sér stöðugt líf.Stund sannleikans António Guterres, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar lofar hann fjölda almennra borgara og samtaka víða um Evrópu og Mið-Austurlönd sem hafa boðist til að taka á móti flóttafólki og hjálpa þeim þar sem þau eru. Þó gagnrýnir hann samheldni Evrópu. Hann segir að þrátt fyrir að nokkur ríki Evrópu hafi sýnt fordæmi, hafi Evrópu sem heild ekki tekist að binda saman hesta sína varðandi flóttafólk og þúsundir hafi gjaldið fyrir það. „Stund sannleikans er runnin upp í Evrópu. Tímabært er að standa vörð um þau gildi sem Evrópa var byggð á,“ segir Guterres. Það sem af er ári hafa meira en 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið og af þeim hafa rúmlega 2.600 manns ekki lifað ferðina af. Guterres nefnir nokkur atriði sem hann segir nauðsynlegt að hafa í huga. Að yfirgnæfandi meirihluti flótamanna sem komið hafa til Grikklands, hafi þurft að flýja átök og að ríki Evrópu séu skuldbundin til að taka á móti þeim samkvæmt alþjóðalögum. Hann segir að þeir einu sem græði á því að ríki Evrópu komi sér ekki saman um aðgerðir séu smyglarar, sem græði á örvæntingu flóttafólks. Guterres vill alþjóðlegt og sameiginlegt átak gegn starfsemi þeirra og þar á meðal gegn þeim sem starfa innan ESB. Það mikilvægasta sem nauðsyn er á er þó að skapa stöðugleika í þeim löndum sem fólkið er að flýja frá og stöðva átök þar. Þar að auki þurfi að styðja löndin sem hafa verið nefnd hér að ofan, þar sem níu af hverjum tíu flóttamönnum halda til. Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Abdullah Kurdi segir að fljótlega eftir að báturinn sigldi frá ströndum Tyrklands hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. 3. september 2015 18:32 Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00 Ísland hefur látið vita af vilja til að taka við sýrlenskum flóttamönnum Verkefnisstjórn hefur verið skipuð í ráðuneytinu sem fundar daglega. 3. september 2015 07:52 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Fjölmargir hafa flúið frá Sýrlandi til Líbanon, Jórdaníu og Tyrklands frá því að borgarastyrjöldin hófst þar í landi fyrir rúmum fjórum árum. Hins vegar hafa ekki margir flúið til ríkari Persaflóaríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu. Undir lok síðasta árs gagnrýndi Amnesty Inernational ríkustu lönd Mið-Austurlanda; Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabíu, Kúveit og Barein. Þau lönd höfðu þá ekki boðist til að taka á móti svo gott sem einum flóttamanni. Önnur rík lönd sem Amnesty nefndi og höfðu ekki boðist til að taka við flóttafólki voru Rússland, Japan, Singapúr og Suður-Kórea. Þó er vert að taka fram að Persaflóaríkin styðja við bakið á þeim ríkjum sem tekið hafa á móti flestum flóttamönnum fjárhagslega. Einnig verður að taka fram að um síðustu áramót voru skráðir flóttamenn 1,6 milljón í Tyrklandi, 1,1 milljón í Líbanon, 620 þúsund í Jórdaníu, 225 þúsund í Írak og 140 þúsund í Egyptalandi. Þá eru ekki taldir með þeir sem eru óskráðir í löndunum, sem líklega er mikill fjöldi.Bera þessi ríki meiri skyldu? Fjölmargir hafa þó velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. Þessa mynd birti dagblaðið Mecca, frá Sádi-arabíu nú nýverið. Þessi mynd, sem sýnir mann í hefðbundnum arabískum klæðnaði í víggirtri hurð benda á hurð með merki Evrópusambandsins og segja: „Af hverju hleypið þið þeim ekki inn dónarnir ykkar?!“ Myndin hefur farið víða á samfélagsmiðlum ytra. عالم ما عندها مروّة #أزمة_اللاجئين #كارتون @jabertoon #صحيفة_مكة pic.twitter.com/BjzKI4TfQd— صحيفة مكة (@makkahnp) September 1, 2015 Ríki eins og Sádi-Arabía, Katar og hin ríkin sem Amnesty gagnrýndi eru ekki saklaus þegar kemur að borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Fram kemur á vef Washington Post að rík ríki Mið-Austurlanda hafa fjármagnað uppreisnarhópa þar í landi og þannig kynnt undir þá óöld sem ríkir þar og í Írak. Þá hafa engin þessara ríkja skrifað undir flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Sýrlendingar geta sótt um leyfi til að ferðast til og jafnvel vinna í ríkjunum við Persaflóa. Það ferli er þó mjög kostnaðarsamt og samkvæmt BBC telja margir að ríkin hafi ákveðnar faldar hindranir sem komi í veg fyrir að Sýrlendingar geti öðlast slík leyfi. Þar að auki segir á vef BBC að ekki sé líklegt að lönd eins og Kúveit, Sádi-Arabía og SAF taki á móti flóttafólki. Að mestu treysta þessi lönd á erlent vinnuafl og þá sérstaklega fyrir láglaunastörf. Þar af koma flestir þeirra frá Suðaustur-Asíu og Indlandi. Undanfarin ár hafa þó verið settar af stað herferðir til að koma þarlendu fólki inn á vinnumarkaði ríkjanna. Ofan á það er nánast ómögulegt fyrir útlendinga að öðlast ríkisborgararétt, sem gæti gert flóttafólki erfitt um vik með að skapa sér stöðugt líf.Stund sannleikans António Guterres, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar lofar hann fjölda almennra borgara og samtaka víða um Evrópu og Mið-Austurlönd sem hafa boðist til að taka á móti flóttafólki og hjálpa þeim þar sem þau eru. Þó gagnrýnir hann samheldni Evrópu. Hann segir að þrátt fyrir að nokkur ríki Evrópu hafi sýnt fordæmi, hafi Evrópu sem heild ekki tekist að binda saman hesta sína varðandi flóttafólk og þúsundir hafi gjaldið fyrir það. „Stund sannleikans er runnin upp í Evrópu. Tímabært er að standa vörð um þau gildi sem Evrópa var byggð á,“ segir Guterres. Það sem af er ári hafa meira en 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið og af þeim hafa rúmlega 2.600 manns ekki lifað ferðina af. Guterres nefnir nokkur atriði sem hann segir nauðsynlegt að hafa í huga. Að yfirgnæfandi meirihluti flótamanna sem komið hafa til Grikklands, hafi þurft að flýja átök og að ríki Evrópu séu skuldbundin til að taka á móti þeim samkvæmt alþjóðalögum. Hann segir að þeir einu sem græði á því að ríki Evrópu komi sér ekki saman um aðgerðir séu smyglarar, sem græði á örvæntingu flóttafólks. Guterres vill alþjóðlegt og sameiginlegt átak gegn starfsemi þeirra og þar á meðal gegn þeim sem starfa innan ESB. Það mikilvægasta sem nauðsyn er á er þó að skapa stöðugleika í þeim löndum sem fólkið er að flýja frá og stöðva átök þar. Þar að auki þurfi að styðja löndin sem hafa verið nefnd hér að ofan, þar sem níu af hverjum tíu flóttamönnum halda til.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Abdullah Kurdi segir að fljótlega eftir að báturinn sigldi frá ströndum Tyrklands hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. 3. september 2015 18:32 Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00 Ísland hefur látið vita af vilja til að taka við sýrlenskum flóttamönnum Verkefnisstjórn hefur verið skipuð í ráðuneytinu sem fundar daglega. 3. september 2015 07:52 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38
Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Abdullah Kurdi segir að fljótlega eftir að báturinn sigldi frá ströndum Tyrklands hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. 3. september 2015 18:32
Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00
Föstudagsviðtalið: „Við sjáum börn sem hafa drukknað undan ströndum Líbíu og þá bara gerist eitthvað í samvitundinni“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, er djúpt snortinn yfir þeirri samkenndarbylgju sem birtist í samfélaginu um þessar mundir. Hann var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 4. september 2015 08:00
Ísland hefur látið vita af vilja til að taka við sýrlenskum flóttamönnum Verkefnisstjórn hefur verið skipuð í ráðuneytinu sem fundar daglega. 3. september 2015 07:52