Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. september 2015 07:00 Flóttamenn í Búdapest halda á félaga sínum, sem þeir hafa sveipað í eins konar líkklæði til að leggja áherslu á kröfur sínar um hjálp. VÍSIR/EPA Á aðalbrautarstöðinni í Búdapest eru þúsundir flóttamanna, sem krefjast þess að fá að fara úr landi yfir til Austurríkis og þaðan áfram til Þýskalands. Um þrjú þúsund manns komu þangað á þriðjudag og hafa þá hafst við á lestarstöðinni í tvo sólarhringa. Sjálfboðaliðar hafa útvegað fólkinu mat og klæðnað. Fjöldi fólks bætist við á degi hverjum, en ungversk stjórnvöld meina fólkinu að halda áfram og vísa í Dyflinnarreglugerðina sem kveður á um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því landi Schengen-svæðisins sem þeir koma fyrst til. Þýsk stjórnvöld hafa sagt að þau taki ekki lengur mið af Dyflinnarreglugerðinni, enda aðstæður þannig að það gengi aldrei. Aðgerðir ungversku lögreglunnar hafa orðið til þess að flóttamannastraumurinn til Þýskalands hefur snarminnkað. Í gær komu einungis 70 manns til landamærabæjarins Rosenheim í Þýskalandi, en daginn áður komu þangað 300 manns. Þjóðverjar hafa nú þegar samþykkt að veita meira en 200 þúsund flóttamönnum hæli og reikna með að taka við allt að 800 þúsund manns í ár. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi og nágrannalöndum þess. Í fyrrinótt komu um 4.000 manns frá Tyrklandi yfir til grísku eyjunnar Lesbos, en ellefu drukknuðu. Yvette Cooper, þingkona breska Verkamannaflokksins, hefur skorað á hvert einasta bæjarfélag í Bretlandi að taka við 10 fjölskyldum flóttamanna frá Sýrlandi, en það myndi þýða að Bretar gætu tekið við 10 þúsund manns af þeim fjórum milljónum, sem nú þegar hafa flúið frá Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra segist ekki sjá að það leysi neinn vanda að taka fleiri flóttamenn heldur þurfi að taka á málunum í Sýrlandi, Írak og nágrannalöndum þeirra. „Við teljum að mestu máli skipti að færa þessum heimshluta frið og stöðugleika,“ höfðu breskir fjölmiðlar eftir honum í gær. Í Sýrlandi sjálfu hafa hins vegar hjálparstofnanir neyðst til að draga úr starfsemi sinni vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfa. Á fjáröflunarráðstefnu í Kúveit í gær sagði Stephen O'Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, að einungis hefði tekist að safna um það bil þriðjungi þess fjár sem þörf er fyrir. „Fjárskorturinn veldur því að við getum ekki séð 225 þúsund manns fyrir lífsnauðsynlegri heilsugæslu innan landamæra Sýrlands,“ er haft eftir O'Brien í fréttabréfi frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Á aðalbrautarstöðinni í Búdapest eru þúsundir flóttamanna, sem krefjast þess að fá að fara úr landi yfir til Austurríkis og þaðan áfram til Þýskalands. Um þrjú þúsund manns komu þangað á þriðjudag og hafa þá hafst við á lestarstöðinni í tvo sólarhringa. Sjálfboðaliðar hafa útvegað fólkinu mat og klæðnað. Fjöldi fólks bætist við á degi hverjum, en ungversk stjórnvöld meina fólkinu að halda áfram og vísa í Dyflinnarreglugerðina sem kveður á um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því landi Schengen-svæðisins sem þeir koma fyrst til. Þýsk stjórnvöld hafa sagt að þau taki ekki lengur mið af Dyflinnarreglugerðinni, enda aðstæður þannig að það gengi aldrei. Aðgerðir ungversku lögreglunnar hafa orðið til þess að flóttamannastraumurinn til Þýskalands hefur snarminnkað. Í gær komu einungis 70 manns til landamærabæjarins Rosenheim í Þýskalandi, en daginn áður komu þangað 300 manns. Þjóðverjar hafa nú þegar samþykkt að veita meira en 200 þúsund flóttamönnum hæli og reikna með að taka við allt að 800 þúsund manns í ár. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi og nágrannalöndum þess. Í fyrrinótt komu um 4.000 manns frá Tyrklandi yfir til grísku eyjunnar Lesbos, en ellefu drukknuðu. Yvette Cooper, þingkona breska Verkamannaflokksins, hefur skorað á hvert einasta bæjarfélag í Bretlandi að taka við 10 fjölskyldum flóttamanna frá Sýrlandi, en það myndi þýða að Bretar gætu tekið við 10 þúsund manns af þeim fjórum milljónum, sem nú þegar hafa flúið frá Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra segist ekki sjá að það leysi neinn vanda að taka fleiri flóttamenn heldur þurfi að taka á málunum í Sýrlandi, Írak og nágrannalöndum þeirra. „Við teljum að mestu máli skipti að færa þessum heimshluta frið og stöðugleika,“ höfðu breskir fjölmiðlar eftir honum í gær. Í Sýrlandi sjálfu hafa hins vegar hjálparstofnanir neyðst til að draga úr starfsemi sinni vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfa. Á fjáröflunarráðstefnu í Kúveit í gær sagði Stephen O'Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, að einungis hefði tekist að safna um það bil þriðjungi þess fjár sem þörf er fyrir. „Fjárskorturinn veldur því að við getum ekki séð 225 þúsund manns fyrir lífsnauðsynlegri heilsugæslu innan landamæra Sýrlands,“ er haft eftir O'Brien í fréttabréfi frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira