Innlent

Ísland hefur látið vita af vilja til að taka við sýrlenskum flóttamönnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eygló segir að verkefnisstjórn hafi verið skipuð í ráðuneytinu sem fundar daglega.
Eygló segir að verkefnisstjórn hafi verið skipuð í ráðuneytinu sem fundar daglega. Vísir/Ernir
Velferðarráðuneytið hefur haft samband við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og upplýst um áhuga Íslands á að taka á móti sýrlenskum flóttamönnum.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir frá þessu á Facebook en þar segir hún að stofnunin hafi bent á að vandinn sé mestur í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Sýrlands, þá sérstaklega Líbanon.

Sett hefur verið á fót verkefnisstjórn innan ráðuneytisins sem fundar daglega til að standa vel að móttöku flóttamannanna sem hingað munu koma.

Ég vil nota tækifærið og segja ykkur aðeins frá því sem hefur gerst í vikunni. Forsætisráðherra skipaði ráðherranefnd á...

Posted by Eygló Harðardóttir on Thursday, September 3, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×