Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2015 18:32 Abdullah Kurdi missti eiginkonu sína og börn sín tvö eftir að bátnum hvolfdi. Vísir/AFP Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada.
Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45