Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 11:19 Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París. Vísir/Getty Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 Charlie Hebdo Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015
Charlie Hebdo Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira