Rio: Við spörkuðum skemmtaranum úr Ronaldo þannig hann fór að gefa boltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:30 vísir/getty Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira