Þurrkatíð og háar skuldir plaga íbúa Púertó Ríkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Íbúar Puerto Rico þurfa margir hverjir að lifa við mikinn skort á vatni. nordicphotos/getty Þurrkar og skuldir þjaka bandaríska sjálfstjórnarsvæðið Púertó Ríkó í Karíbahafi um þessar mundir. Ríkið fór í greiðslufall í upphafi mánaðar og íbúarnir búa við alvarlegan vatnsskort. Þurrkarnir eru einir þeir verstu í sögu Púertó Ríkó og hefur lítið sem ekkert rignt undanfarna mánuði á meðan mikill hiti hefur verið. Í gær var þrjátíu gráða hiti í höfuðborginni, San Juan. Pagan Zunania, fjölmiðlafulltrúi vatns- og skólplagnanefndar eyjunnar, sagði í gær að um 400 þúsund íbúar byggju við mikinn vatnsskort, rúmlega tíu prósent íbúa. Rigning á svæðinu í júlímánuði var um þriðjungur meðaltals undanfarinna ára. Íbúar hafa sumir hverjir þurft að sætta sig við strangar reglur um vatnsnotkun. Lokað hefur verið fyrir vatnslagnir til heimila í tvo sólarhringa í senn og opnað í einn þar á eftir. Þó er hótelum og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar hlíft við aðgerðunum. „Frá því vatnsskorturinn kom upp og ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að stemma stigu við honum hafa hótel starfað á eðlilegan hátt,“ sagði Carlos Martinez, meðlimur samtaka hótela í Púertó Ríkó. Martinez bætti því við að þurrkarnir hefðu ekki enn haft alvarleg, neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á eyjunni. Breytingar á veðurfari eru ekki í vændum þar. Til að bæta gráu ofan á svart situr landið í skuldafeni. Þann fjórða ágúst síðastliðinn stóð eyjan ekki í skilum við lánardrottna sína og fór í greiðslufall en skuldir eyjunnar hafa farið vaxandi undanfarin ár, sér í lagi eftir að skattaafsláttasamningur sem eyjan hafði notið féll úr gildi. Skuldir Púertó Ríkó nema um hundrað prósentum vergrar landsframleiðslu og tekjurnar duga ekki fyrir afborgunum, en skuldir nema nærri tíu þúsund milljörðum króna. Skuldastaðan og hið eiginlega greiðslufall veldur eyjarskeggjum höfuðverk þar sem eyjan er hvorki sjálfstætt ríki né sambandsríki Bandaríkjanna. Því er óljóst hvaða lagalegu úrræði eru fyrir hendi. Íbúar Púertó Ríkó kusu um lagalega stöðu eyjunnar árið 2012 en þá vildu sextíu prósent kjósenda að Púertó Ríkó yrði formlega eitt ríkja Bandaríkjanna. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Þurrkar og skuldir þjaka bandaríska sjálfstjórnarsvæðið Púertó Ríkó í Karíbahafi um þessar mundir. Ríkið fór í greiðslufall í upphafi mánaðar og íbúarnir búa við alvarlegan vatnsskort. Þurrkarnir eru einir þeir verstu í sögu Púertó Ríkó og hefur lítið sem ekkert rignt undanfarna mánuði á meðan mikill hiti hefur verið. Í gær var þrjátíu gráða hiti í höfuðborginni, San Juan. Pagan Zunania, fjölmiðlafulltrúi vatns- og skólplagnanefndar eyjunnar, sagði í gær að um 400 þúsund íbúar byggju við mikinn vatnsskort, rúmlega tíu prósent íbúa. Rigning á svæðinu í júlímánuði var um þriðjungur meðaltals undanfarinna ára. Íbúar hafa sumir hverjir þurft að sætta sig við strangar reglur um vatnsnotkun. Lokað hefur verið fyrir vatnslagnir til heimila í tvo sólarhringa í senn og opnað í einn þar á eftir. Þó er hótelum og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar hlíft við aðgerðunum. „Frá því vatnsskorturinn kom upp og ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að stemma stigu við honum hafa hótel starfað á eðlilegan hátt,“ sagði Carlos Martinez, meðlimur samtaka hótela í Púertó Ríkó. Martinez bætti því við að þurrkarnir hefðu ekki enn haft alvarleg, neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á eyjunni. Breytingar á veðurfari eru ekki í vændum þar. Til að bæta gráu ofan á svart situr landið í skuldafeni. Þann fjórða ágúst síðastliðinn stóð eyjan ekki í skilum við lánardrottna sína og fór í greiðslufall en skuldir eyjunnar hafa farið vaxandi undanfarin ár, sér í lagi eftir að skattaafsláttasamningur sem eyjan hafði notið féll úr gildi. Skuldir Púertó Ríkó nema um hundrað prósentum vergrar landsframleiðslu og tekjurnar duga ekki fyrir afborgunum, en skuldir nema nærri tíu þúsund milljörðum króna. Skuldastaðan og hið eiginlega greiðslufall veldur eyjarskeggjum höfuðverk þar sem eyjan er hvorki sjálfstætt ríki né sambandsríki Bandaríkjanna. Því er óljóst hvaða lagalegu úrræði eru fyrir hendi. Íbúar Púertó Ríkó kusu um lagalega stöðu eyjunnar árið 2012 en þá vildu sextíu prósent kjósenda að Púertó Ríkó yrði formlega eitt ríkja Bandaríkjanna.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira