Aðeins átján dagar á milli skjálftanna í Nepal Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2015 00:01 Íbúar í Katmandú héldu út á opin svæði milli húsa þegar skjálftinn reið yfir í gær. Vísir/EPA Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira