Innlent

Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
kjaramál Hjúkrunarfræðingar fá 21,7 prósenta launahækkun fram til ársins 2019 og laun félagsmanna Bandalags háskólamanna hækka um 7,2 prósent frá mars síðastliðnum og aftur um 5,5 prósent í júní 2016. Samningurinn gildir til ársins 2017.

Þetta kemur fram í úrskurði gerðardóms, sem settur var í kjaradeilu BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið, frá í gær.

Úrskurðurinn í deilu BHM felur einnig í sér 1,65 prósenta ákvæði til útfærslu menntunarákvæða auk 63 þúsund króna eingreiðslu sem greiðist 1. júní 2017. Eingreiðslan er greidd sem bætur fyrir að ekki fáist sama hækkun og hjá FÍH.

Ólafur G. Hauksson
„Okkur líst ágætlega á þetta miðað við aðstæður. Samningurinn er þó til lengri tíma en við áttum von á,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH. „Launahækkunin er hærri en sú sem ríkið bauð,“ bætir hann við.

„Við erum tiltölulega ánægð með að úrskurðurinn skuli vera til rétt rúmlega tveggja ára en í honum er ekki neitt útgönguákvæði sem er bagalegt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og bætir við: „Auðvitað hefðum við kosið að geta samið sjálf og að ekki hefði til þess komið að tekinn væri af okkur samningsréttur.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×