Erlent

Singapúrar fagna stórafmælinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hermenn marseruðu í takt við vélardrunur skriðdreka á götum Singapúr þegar afmæli ríkisins var fagnað.
Hermenn marseruðu í takt við vélardrunur skriðdreka á götum Singapúr þegar afmæli ríkisins var fagnað. nordicphotos/afp
Skriðdrekar og önnur hertæki óku um götur Singapúr í gær þegar borgríkið fagnaði fimmtíu ára sjálfstæðisafmæli sínu. Singapúr hlaut árið 1965 sjálfstæði frá Malasíu.

Flugeldum var einnig skotið á loft auk þess sem minningarathöfn var haldin til að heiðra Lee Kuan Yew, sjálfstæðishetju singapúrsku þjóðarinnar. Yfirvöld í Singapúr sögðu Lee hafa breytt Singapúr úr lítilli nýlendu í stórveldi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×