Erlent

Farga mat á landamærum Finnlands

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Finnsk stjórnvöld hafa ekki fengið opinbera tilkynningu.
Finnsk stjórnvöld hafa ekki fengið opinbera tilkynningu. Nordicphotos/Getty
Ný tilskipun frá Rússlandi kallar á það að öllum matvælum sem eru flutt yfir landamærin frá Finnlandi til Rússlands skuli farga.

Þetta er hluti af nýjum aðgerðum sem Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, tilkynnti um á þriðjudaginn.

Yfirvöld í Finnlandi kannast ekki við formlega tilkynningu um að matvælum sé fargað á landamærunum en hafa þó haft veður af því úr rússneskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×