Erlent

Obama vill sýna samstöðu með Afríku

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Obama á ættir að rekja til Kenía.
Obama á ættir að rekja til Kenía. vísir/ap
Obama Bandaríkjaforseti kom í fyrstu opinberu heimsókn sitjandi Bandaríkjaforseta til Kenía í gær.

Obama á ættir að rekja til Kenía en hann mun meðal annars heimsækja þorpið Kogelo þar sem faðir hans bjó.

Obama mun funda með forseta Kenía, Uhuru Kenyatta, ásamt öðrum ráðamönnum og munu þeir meðal annars ræða viðskipti, fjárfestingar, öryggismál og baráttuna gegn skipulögðum hryðjuverkum.

Þá hefur Obama sagt að hann muni verða hreinskilinn þegar kemur að mannréttindamálum á borð við hjónabönd samkynja fólks í viðræðum við ráðamenn. Í Kenía eru samkynja hjónabönd ekki viðurkennd og fangelsisvist getur legið við samkynja samböndum.

Obama verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að ávarpa fund Afríkusambandsins þegar hann ferðast svo til Eþíópíu á sunnudaginn.

Með ferðalaginu til Austur-Afríku vonast bandarísk stjórnvöld til að sýna fram á að þau standi með ríkjum Afríku í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum.

Mikill undirbúningur hefur verið í Kenía fyrir komu Obama en um 10.000 lögreglumenn eru að störfum í Naíróbí, höfuðborg Kenía, vegna komu forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×