Skattar hækka og bankar opnaðir á ný Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 21. júlí 2015 08:00 Grikkir streymdu í banka landsins í gær þegar dyr þeirra opnuðust að nýju. Bankarnir höfðu verið lokaðir í þrjár vikur.nordicphotos/afp Víða í Grikklandi mátti sjá fólk skipa sér í röð fyrir utan banka áður en þeir voru opnaðir í gærmorgun. Bankarnir höfðu verið lokaðir í þrjár vikur en voru opnaðir á ný í kjölfar samþykktar um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikki. Gríska ríkisstjórnin tók á sínum tíma þá ákvörðun að loka bönkum eftir ákvörðun Seðlabanka Evrópu um að skera á lausafjáraðstoð til grískra banka. Í þær þrjár vikur sem bankastarfsemi lá niðri máttu Grikkir einungis taka andvirði tæpra 9.000 króna út úr hraðbanka á dag. Talsverð höft eru þó enn um sinn á bankastarfsemi. Grikkir mega nú taka út andvirði um 63.000 króna í einni færslu vikulega í stað þess að þurfa að taka út daglega. Heildarupphæð sem hægt er að taka út á viku helst sú sama. Auk þess eru gjaldeyrishöft enn til staðar. Grikkir mega hvorki skipta við erlenda banka né leysa út ávísanir. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær að gjaldeyrishöft bæru ekki vott um eðlilegt ástand og að þau sýndu þörfina á því að klára neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikki sem fyrst. Grikkir fengu þó aukalán sem nemur 1.050 milljörðum króna til að borga af lánum á meðan unnið er að því að fullklára samninginn við lánardrottna Grikkja, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Aukalánið varð til þess að Grikkir stóðu við afborgun á láni til Seðlabanka Evrópu í gær auk tveggja afborgana til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem Grikkir stóðu ekki við á síðustu vikum. Afborganirnar nema samtals um 1.000 milljörðum króna. Grikkir eru því langt komnir með lánið. „Þegar hefur verið létt á skuldabyrði Grikkja með aðkomu allra aðila. Við getum nú talað um möguleikann á slíkum aðgerðum aftur,“ sagði Merkel enn fremur. Hún útilokaði þó að fella niður hluta skulda Grikkja. Virðisaukaskattur á matvæli, meðal annars, hækkaði úr þrettán prósentum í 23 prósent í gær. Markar það fjórðu hækkun þess virðisaukaskattþreps á síðustu tíu árum. Árið 2005 var skatturinn átta prósent en hækkaði um eitt prósentustig ári seinna. Árið 2010 varð hann ellefu prósent, árið 2011 þrettán prósent og loks 23 prósent í dag. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Víða í Grikklandi mátti sjá fólk skipa sér í röð fyrir utan banka áður en þeir voru opnaðir í gærmorgun. Bankarnir höfðu verið lokaðir í þrjár vikur en voru opnaðir á ný í kjölfar samþykktar um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikki. Gríska ríkisstjórnin tók á sínum tíma þá ákvörðun að loka bönkum eftir ákvörðun Seðlabanka Evrópu um að skera á lausafjáraðstoð til grískra banka. Í þær þrjár vikur sem bankastarfsemi lá niðri máttu Grikkir einungis taka andvirði tæpra 9.000 króna út úr hraðbanka á dag. Talsverð höft eru þó enn um sinn á bankastarfsemi. Grikkir mega nú taka út andvirði um 63.000 króna í einni færslu vikulega í stað þess að þurfa að taka út daglega. Heildarupphæð sem hægt er að taka út á viku helst sú sama. Auk þess eru gjaldeyrishöft enn til staðar. Grikkir mega hvorki skipta við erlenda banka né leysa út ávísanir. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær að gjaldeyrishöft bæru ekki vott um eðlilegt ástand og að þau sýndu þörfina á því að klára neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikki sem fyrst. Grikkir fengu þó aukalán sem nemur 1.050 milljörðum króna til að borga af lánum á meðan unnið er að því að fullklára samninginn við lánardrottna Grikkja, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Aukalánið varð til þess að Grikkir stóðu við afborgun á láni til Seðlabanka Evrópu í gær auk tveggja afborgana til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem Grikkir stóðu ekki við á síðustu vikum. Afborganirnar nema samtals um 1.000 milljörðum króna. Grikkir eru því langt komnir með lánið. „Þegar hefur verið létt á skuldabyrði Grikkja með aðkomu allra aðila. Við getum nú talað um möguleikann á slíkum aðgerðum aftur,“ sagði Merkel enn fremur. Hún útilokaði þó að fella niður hluta skulda Grikkja. Virðisaukaskattur á matvæli, meðal annars, hækkaði úr þrettán prósentum í 23 prósent í gær. Markar það fjórðu hækkun þess virðisaukaskattþreps á síðustu tíu árum. Árið 2005 var skatturinn átta prósent en hækkaði um eitt prósentustig ári seinna. Árið 2010 varð hann ellefu prósent, árið 2011 þrettán prósent og loks 23 prósent í dag.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira