Átta þúsund á hrakningi við Indónesíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. maí 2015 07:00 Flóttamaður frá Búrma lyftir barni sínu í land í Kúala Langsa í Aceh-héraði í Indónesíu, en þangað komu hundruð flóttamanna í gær. víSir/EPA IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira