Átta þúsund á hrakningi við Indónesíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. maí 2015 07:00 Flóttamaður frá Búrma lyftir barni sínu í land í Kúala Langsa í Aceh-héraði í Indónesíu, en þangað komu hundruð flóttamanna í gær. víSir/EPA IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira