Átta þúsund á hrakningi við Indónesíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. maí 2015 07:00 Flóttamaður frá Búrma lyftir barni sínu í land í Kúala Langsa í Aceh-héraði í Indónesíu, en þangað komu hundruð flóttamanna í gær. víSir/EPA IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira