Erlent

Var þrjú og hálft ár í gíslingu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kominn til Bamako Sjaak Rijke hafði verið í gíslingu í Malí síðan í nóvember 2011.
Kominn til Bamako Sjaak Rijke hafði verið í gíslingu í Malí síðan í nóvember 2011. Vísir/AFP
Hollendingurinn Sjaak Rijke fékk frelsið nú í vikunni eftir að hafa verið í gíslingu al Kaída-manna í Malí frá árinu 2011. Franskir sérsveitarmenn komu honum til bjargar snemma sunnudags.

Í gær var hann kominn til höfuðborgarinnar Bamako, þar sem hann steig um borð í flugvél frá hollenska varnarmálaráðuneytinu. Ferðinni var heitið heim til Hollands.

Í nóvember árið 2011 réðust vopnaðir menn inn á hótel í Timbúktú og tóku þar Rijke í gíslingu ásamt tveimur öðrum mönnum, Svíanum Johan Gustafsson og Suður-Afríkumanninum Stephen Malcolm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×